Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 79

Morgunn - 01.12.1978, Page 79
RADDIR LESENDA 173 borið á borð — í útvarpinu — fyrir alla, sem heyra vilja og ég hef notið á sama hátt og lax, sem rekst á loðnutorfu. Með vinsemd og beztu óskum. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Ég færi Theodór beztu kveðjur minar og þakkir fyrir hlý- leg orð í minn garð og óska honum langlífis og góðrar heilsu. Og þá þakka ég honum ekki sízt fyrir þetta ágæta erindi, sem. hann einnig sendi mér og mér er ánægja að birta og hér fer á eftir. — Æ. R. K. Á HUGARFLEYI UM HIMINDJÚPIÐ Það mun hafa verið snemma á árinu 1973, að ég varð svo hugfanginn af erindum, sem stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson flutti í útvarpið um þá menn, er fyrstir sigldu hugarfleyjum sínum um himindjúpið með furðulegum ár- angri, að ég ákvað að senda honum linur ásamt nokkrum spurningum um það efni. Og þó ég sé nú að staulast á miðj- um áttunda áratugnum og Elli gamla búin að taka bæði andlega og líkamlega orku mína í þá bóndabeygju, sem hún herðir að, þar til yfir lýkur, þá birtist enn í hug mínum fimmtíu ára draumur, furðulega skýr. Og þar sem þessi draumur er í órofa tengslum við eftirfarandi spurningar og svor, þá segi ég frá honum 'hér, sjálfum mér til hugarhægðar: Pyrir hálfri öld var ég eitt sinn á heimleið, stjömubjarta miðsvetrarnótt, i stafalogni. % var heitur af göngunni, því bykk lognföl lá þá á fannbreiðunni, sem víða sökk í. Ég nam staðar og hallaði mér upp að steini, sem varð á vegi minum. Undir höfðinu hafði ég fallega mórauða tófu, sem ég hafði skotið nokkru eftir dagsetur. Það fór ákaflega vel um mig og ég horfði um stund upp Þl stjamanna, sem mér virtust bæði stærri og skærari en venjulega. Fyrr en varði hafði draumadísin mín góða tekið í faðm sinn, eins og ég hafði óskað og — viti menn!

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.