Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 82

Morgunn - 01.12.1978, Page 82
176 MORGUNN legt, því það er háð því, hversu mikið magn efnis er í til- teknu rúmi í alheiminum. Enn sem komið er, ríkir mikil óvissa um efnismagn i geimnum, milli vetrarbrauta. Persónu- lega hef ég tilhneigingu til að líta svo á, að alheimurinn sé takmarkaður, bæði í tíma og rúmi, en þetta er aðeins per- sónuleg skoðun, sem engin sönnun verður færð fyrir. 2. sp.: Teljið þér ekki margt benda til að vetrarbrautin okkar sé eins og óendanlega lítið kotríki í alheimi og endur- fæðist aftur með aðstoð þess máttar, sem er og verður al- valdur? Svar: Sú lýsing yðar að vetrarbrautin sé eins og „óendan- lega lítið kotríki“ i alheimi, er vissulega réttmæt. Um „endurfæðingu“ vetrarbrautarinnar er minna hægt að segja; frá vísindalegu sjónarmiði virðast engar líkur til að vetrarbrautin endurfæðist í þeim skilningi, að hún erfi, frá fyrri tilvist, einhver sérkenni, sem geri kleift að greina hana frá öðrum vetrarbrautum. 3. sp.: Hafa ekki sést i bestu stjörnukíkjum Ijósþokur, sem benda ótvírætt til þess, að þar hafi fæðingar átt sér stað? Svar: Ef þér eigið við fæðingar stjarna — myndun nýrra sólstjarna — er svarið jákvætt; talið er víst, að stjörnumar séu að myndast í sumum geimþokum, sem þekktar eru, og margt bendir til, að vissar stjömur, er sýna breytilega birtu, séu mjög nýlega myndaðar. 4. sp.: Hvað er efnismagn okkar sólar mörgum sinnum meira en fylgihnatta hennar samanlagt? Svar: Efnismagn sólar (massi) er 743 sinnum meira en fylgihnatta hennar samanlagt. 5. sp.: Hvað er Siríus (hundur Óríons) mörg ljósár frá okkar sól? Svar: Síríus er níu ljós ár frá okkar sól. 6. sp.: Hve mörg ljósár em frá honum til næstu sólar? Svar: Mér sýnist fljótt á litið, að sú stjarna (stjömukerfi), sem næst er Síríusi sé um fjögur ljósár þaðan. Meðalfjarlægð milli stjarna í nágrenni sólar er um fimm ljósár. Nú er Síríus tvistirni, og fylgistjarna hennar (þ. e. aðalstjörnunnar) er

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.