Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 86

Morgunn - 01.12.1978, Side 86
180 MORGUNN Svar: Með berum augum má greina Andrómeduþokuna, sem er í meira en 2 milljón ljósára fjarlægð. Einstakar stjörn- ur í þokunni verða þó ekki greindar nema í beztu sjónaukum. Fjarlægustu stjömuþokur (vetrarbrautir), sem greindar verðá í sjónaukum, eru sennilega í nálægt tiu þúsund milljón ljósára fjarlægð. Ef átt er við stakar stjörnur, þegar spurt er, verður svarið að' sjálfsögðu annað. Með berum augum má sennilega greina stjörnur í allt að fimmtán þúsund ljósára fjarlægð, en í sjónaukum sjást stakar stjörnur þúsundfait lengra í. burtu. 17. sp.: Em stjörnufræðingar ekki á sama máli um, að slá megi því föstu, að allir hnettir í albeimi séu myndaðir -— og alltaf að myndast -— lir sömu ljós- eða frumþokunni, og því sé efnasamband þeirra mjög svipað í meginatriðum? Svar: Stjörnufræðingar lita svo á, að alheimurinn bafi i upphafi verið ákaflega samanþjappaður, þannig að segja megi, að allir hnettir séu, i þessum skilningi, myndaðir úr sömu frumþokunni. Efnasamsetning allra hnatta ber merki þessa, þó mismunandi þróun einstakra stjarna og stjörnukerfa hafi leitt til ýmiss konar breytinga og frávika frá upphaflegri samsetningu. 18. sp.: Mætti ekki með sanni segja að við tækjum beina stefnu ef okkur væri boðið i ferðalag um himindjúpið — heið- skira desembernótt, á hugans fleyi og kysum að umhverfi stjörnu, er við greinum vel, þegar lagt er af stað, við brún Siriusar, en sú stjarna er í niu þúsund ljósára fjarlægð frá honum. Frá þeirri stjörnu höldum við svo áfram sömu stefnu á stjörnu, sem væri i þúsund milljón ljósára fjarlægð frá okkar jörð? Svar: Beina linu mætti vafalaust hugsa sér á þann hátt, sem þarna er lýst. 19. sp.: Bendir ekki flest til þess, að sumar þær ljós- eða geimþokur, sem greina má í beztu sjónaukum, muni hafa í sér fólgið nægjanlegt efni í hnattamergð heilla vetrarbrauta? Svar: Geimþokur, þ. e. efnismekkir í geimnum, gela búið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.