Saga - 1955, Blaðsíða 9
85
vitneskju um þær breytingar, sem hurðin hef-
ur orðið fyrir.
Endurprófun þekktra heimilda og ný heim-
ildakönnun leiða þá í ljós ýmis mikilsverð atriði,
sem leynzt hafa.
Sú skoðun hefur hingað til verið ríkjandi, að
kirkjan að Valþjófsstað hafi brunnið um vorið
1361. Þá ætti hurðinni að hafa verið bjargað,
hafi hún verið kirkjuhurð, eða hitt, að hún hafi
verið tekin úr skálanum og sett fyrir kirkju þá,
er ætti að hafa verið reist eftir brunann. I raun
réttri er hvort tveggja vandræðaskýring. Hafi
hurðinni verið bjargað, þá ættu þeir Valþjófs-
staðarmenn að hafa bjargað bókstaflega öllu,
sem nokkurn veginn væri laust og meðfærilegt
í kirkjunni, a. m. k. er ekki annað að sjá af
Vilkinsmáldaga. Hafi hurðin hins vegar verið
tekin úr skálanum, þá hefur hún verið slitin úr
tengslum við annað skrautverk hans, en sparn-
aður enginn, þar sem þá stóð eftir hurðargátt,
er fylla þurfti í. En samkvæmt meðferð heim-
ilda var ekki hægt að skýra mál þetta öðruvísi,
þar sem skurðurinn á hurðinni er af öllum tal-
inn vera frá því um 1200 til 1250.
Áður en ritað verður um kirkjuhúsið sjálft,
verður því að endurprófa heimildina um kirkju-
brunann.
Heimildin um kirkjubrunann er aðeins ein.
I annálsbroti, sem talið er komið frá Skál-
holti í eigu Árna Magnússonar, er sagt, að árið
1361 hafi orðið kirkjubruni að Valþjófsstöðum
tveim nóttum fyrir Tiburciusmessu, sem er
hinn 14. apríl.1) títgefandinn, Gustav Storm,
leiðir góð rök að því, að annálsbrot þetta hafi
orðið til í klaustrinu að Möðruvöllum.2) Þótt