Saga - 1955, Blaðsíða 23
99
Samt væri það þýðingarmikið atriði í sambandi
við hinar minni kirkjur, því í Laufási var af-
gömul útbrotakirkja úr tré, en gerð hennar
kemur örugglega fram í máldagabók Guðbrands
biskups, og er hún endurbyggð í sama formi af
sira Magnúsi Ólafssyni um árið 1631. Stafir
þessir voru í trékirkjunum fyrir innri dyrum
milli forkirkju og framkirkju.47) Verða þeir
notaðir hér seinna til samanburðar við hurðina
frá Valþjófsstað. — Yfirleitt er það grátlegt,
hversu fátt hefur varðveitzt af húsagerð fyrri
tíma. Og þótt hitt og þetta geti enn verið til eða
komið í ljós, þá er það hending, hvort vitneskj-
an um það berist réttum aðila.
Enn skal drepið á eitt atriði gagnvart end-
ingu fornra húsa. Svo virðist sem viðurinn, sem
flyzt, verði lélegri eftir því, sem tímar líða
fram. Eyðing skóganna segir til sín á margan
hátt, bæði hér og erlendis.
Það virðist vera komið í ljós, að helztu höfuð-
kirkjur landsins hafi verið úr tré um 1600. Að
auki má benda á stakar kirkjur á miðöldum úr
sama flokki. En fyllilega öruggt samhengi virð-
ist ekki vera fyrir hendi, nema e. t. v. gagnvart
dómkirkjunum, og er það þó ærið slitrótt. Enda
er ekki höfð hliðsjón af þeim í þessu yfirliti.
Þar voru meiri efni fyrir hendi til fjárútláta
vegna viðhalds og þess háttar.
Sagt er, að Markús Gíslason í Saurbæ á
Rauðasandi hafi látið höggva í Noregi viðinn
í Valþjófsstaðarkirkju, en komið út í Gautavík
í Berufirði. Þá gaf hann viðinn Sigmundi Orms-
syni, presti og goðorðsmanni á Valþjófsstað.48)
Eftir því sem Björn M. Ólsen hélt var þetta um
árið 1180.40) En Gísli Brynjólfsson hélt, að ára-