Saga - 1955, Blaðsíða 17
93
gerð þeirra, þótt húsið sé nú allt undir einu
þaki.26) Áður var húsið með aðalþak yfir há-
kirkju, en skúrþök á útbrotunum. Gluggar voru
hins vegar ekki fleiri en á torfkirkjunum á 17.
öld. Og stundum virðast engir gluggar hafa ver-
ið. En þegar gluggi er nefndur í máldögum er
ávallt átt við glerglugga. Þá ættu að hafa verið
smá ljósop á efri vegg, vegg hákirkju, kringlótt,
sem loka mátti með speldi, ef dregin væri hlið-
stæða frá norsku stafkirkjunni.27)
Norskur fræðimaður, H. M. Schirmer húsa-
meistari, hefur haldið því fram, að á Jaðri, í
Færeyjum og á Islandi hafi eldri byggingar-
tækni varðveitzt, sem einkennd var af notkun
torfs og grjóts auk stafsmíðar á þiljum. Úr hin-
um forna skála hafi hofið orðið til. En á vík-
ingaöldinni hafi erlend áhrif orkað því, að hof-
ið varð reisulegra og fyrirmynd stafkirkjunn-
ar. Prófessor L. Dietrichsson hélt þessari skoð-
un fyrstur fram, árið 1888. Sætti hann sterk-
um andmælum N. Nicolaysen, skjalavarðar, sem
hélt því fram, að hofið hefði verið með stokka-
gerð. En skoðun Dietrichssons virðist hafa
sigrað, sbr. Harry Felt: Norges Kirker i Middel-
alderen, bls. 4.
Það er athyglisvert að skoða mynd Aage
Roussells af skálanum forna samkvæmt rann-
sóknunum í Þjórsárdal.28) Sé þekjunni kippt
upp á milli innstöplanna og settir stuttir efri
veggir á innstöplana, kemur fram þverskurður
af útbrotakirkju. Að vísu halda fræðimenn því
fram, að skálinn hafi ekki verið með því lagi.
En þá skal bent á lýsinguna af vígi Gunnars á
Hlíðarenda í 77. kap. Njálu: „Skáli Gunnars
var gerr af viði einum ok súðþakiðr útan ok