Saga - 1955, Blaðsíða 111
187
Hinn 1. okt. 1548 lét Jón biskup, „er þá var
administrator Skálholtsbiskupsdæmis", ganga
tylftardóm klerka norðan og sunnan um ákær-
ur hans á hendur Daða Guðmundssyni í Snóks-
dal. 1 dómsbréfinu stendur meðal annars: „í
fjórðu grein, er í stefnunni stóð, er biskupinn
kærði til Daða, að hann hefði verið flokksfor-
ingi fyrir þeim hermannaflokki, sem verið
hafði í kirkjugarðinum í Skálholti í almenni-
legri prestastefnu og hindrað hann biskupinn
og hans kennimenn, svo hann mátti ekki hafa
liðugan gang að gjöra það guðs embætti þar
í kirkjunni, sem honum tilheyrði, sem er
kirkju að vígja, börn að ferma, bannsmenn að
leysa, kristinn lýð að leiðrétta og aðra biskup-
lega þjónustu að gjöra og fyrir því væri nú
Skálholtskirkja saurguð og svívirt ...“1)
Síra Jón Halldórsson í Hítardal þélckti þenn-
an dóm og hugði, að í honum væri átt við hina
sömu Skálholtsferð Jóns biskups sem síra Jón
Egilsson segir frá og telur hafa verið farna
1549. Af þeim sökum leiðrétti síraJón í Hítardal
ársetninguna og taldi ferðina farna 1548, eins
og minnzt var á í upphafi, en taldi hana samt
sem áður farna eftir alþingi, eins og síra Jón
Egilsson gerði. Nú skal það látið liggja milli
hluta að sinni, hvort um sömu ferð er að ræða,
en ef svo er, þá er það berlega rangt, að hún hafi
verið farin eftir alþingi, og svo hefði síra Jón
í Hítardal naumast talið, ef hann hefði þekkt
kjörbréf Sigvarðar ábóta. Það er óhugsanlegt,
að tvær almennilegar prestastefnur hafi verið
iialdnar í Skálholti þetta ár, önnur fyrir, en
1) ísl. fbrs. XI, 671.