Saga - 1955, Blaðsíða 139
215
(ísl. ann. IV, 111), en það kunna að vera til-
viljanir einar. ,
Annar sonur Hálfdanar hreppstjóra í Vað-
nesi hét Þorsteinn og mun hafa flutzt fram
í Sandvíkurhrepp. Sonur hans var Sigurður á
Flóagafli 1681, faðir Ketils hreppstjóra í
Hraungerði, föður Jóns hreppstjóra í Ferju-
nesi á Eyrarbakka, föður Hannesar lögréttu-
manns í Kaldaðarnesi, sem mikil ætt er frá
komin (Kaldaðarnesætt).
Bróðir Hálfdanar í Vaðnesi hefir verið Þor-
steinn, faðir Eyvindar, Páls og Jóna tveggja,
sem nefndir eru í dómi að Borg í Grímsnesi
19. apríl 1624 (Dómabók Einars Hákonarson-
ar). Sonur Eyvindar hefir verið Þorsteinn
bóndi í Hreiðurborg 1681, faðir Eyvindar á
Óttarsstöðum í Hraunum, föður Erlends á
Hausastöðum, föður Daníels í Hlíð í Garða-
hverfi, föður Jóns dbrm. í Stóru-Vogum. Þaðan
ei- komin Waage-ættin.
4) Þá er enn ein dóttir Péturs Sveinssonar,
sem ekki hefir tekizt að finna. Síra Jón Egils-
son segir frá Guðmundi nokkrum, er var að
vígi sveina Diðriks frá Mynden 1589 og hafi
þeir verið systrasynir Teitur í Auðsholti og
hann (Safn I, 71). Tímans vegna hefir hann
ekki getað verið sonur Salvarar Pétursdóttur,
og hefir hann því annaðhvort verið sonur þess-
arar ókunnu dóttur Péturs Sveinssonar eða
Guðrúnar Pétursdóttur á Stokkseyri.
Eins og áður var getið, giftist Valgerður
Guðmundsdóttir, ekkja Péturs lögréttumanns
Sveinssonar, aftur og átti þann mann, er Hall-
kell hét, ef til vill Hallkel þann Þorkelsson,
sem vottur var að skuldargreiðslu í Viðey 1498