Saga - 1955, Blaðsíða 51
127
ann að velli. Svo myndirnar brjóta að vísu ekki
í bága við venjulega skoðun miðaldamanns-
ins,81) sbr. heilagan Jörund og drekann. Nú
eru myndirnar á Valþjófsstaðarhurðinni að
vísu úr einhverju afbrigði riddarasögu, sem
eigi virðist lengur þekkt á norrænu máli. Og
jafnvel ekki á erlendu máli, svo að vitað sé.
Rúnaristurnar segja: „(Sé inn) ríkja kon-
ung hér grafinn, er vá dreka þenna.“ Enn er
óvitað, hver hann muni hafa verið, því hvergi
er þess getið, að ljónið hafi dáið á gröf hús-
bónda síns. Samanber þó frásöguna af Víga,
hundi Ólafs Tryggvasonar, sem sagður var, að
létist grátandi á haugi. ,Haugur‘ er e. t. v. sett-
ur inn í frásögnina fyrir ,kenótaf‘.82)
Hefði neðsti hringurinn verið til nú, þá hefð-
um vér, ef til vill, staðið betur að vígi. Ef til
vill einnig, hefðu stafirnir varðveitzt. Sú spurn-
ing gæti gert vart við sig, hvort sira Einar Þor-
varðarson hafi tekið stafina á fyrri hluta 17.
aldar eða fyrir árið 1641, er hann gerði upp
forkirkjuna, og flutt þá bútaða inn í skála til
að prýða með lokrekkjurnar?
Svo er spurningin um það, hvenær skurður-
inn var gerður. Kirkjuviður Markúsar Gísla-
sonar virðist vera fluttur til landsins á árabil-
inu 1180—90. Varla hefur hurðin verið flutt
hingað fullsmíðuð og skorin. Skurður gerður af
þvílíkri list kostaði fé þá rétt eins og nú. Að
vísu mætti gera sér í hugarlund, að Markús
hafi flutt hingað kirkjuviðinn tilhöggvinn að
einhverju leyti til þess að spara farmrými. Ef
til vill hefur hann stuðzt við einhverja norska
fyrirmynd, eins og Laxdæla getur svo skemmti-