Saga - 1955, Blaðsíða 48
124
sagað hefði verið ofan af henni. Þetta hefur
líklega gjörzt, er gömlu trékirkjunni var breytt
í torfkirkju um árin 1743—44.
Nú er hurðin, eins og áður getur, 3 álnir dansk-
ar og 7 þuml. á hæð. Sé jafnstórum hring bætt
við hana verður hún um 4,5 álnir á hæð. 1 Ham-
borgarálnum yrði það 4,890 álnir. Eigi verður
af lýsingu skálans séð, hver mælieining hafi
þar verið notuð, en þar er hæð undir bita talin
vera 4,5 álnir. Samt verður hurðin heldur há
til þess að falla í gátt, sem væri takmörkuð af
þverbita og aurslá. Hins vegar mundi slík hurð
vel komast fyrir í gátt innri dyra trékirkjunnar
gömlu, þar sem bilið milli þverbita og aurslár
eða á milli syllna yrði um 5—6 álnir í henni
samkvæmt því, sem sett hefur verið hér fram
um trékirkjuna gömlu. (Á teikningunni ekval
5,6 álnir.) Þetta kemur vel heim við skilgrein-
ingu hurðarinnar sem stórrar og sterkrar á ára-
bilinu 1641 til 1734.
Hafi þriðji hringurinn verið neðan á hurð-
inni, þá ætti skurðurinn að hafa sýnt einhverja
sögumynd, eina eða tvær, eins og er á efri
hringnum nú. Hafi hann hins vegar verið að
ofan, þá ætti skurðurinn að hafa verið svipaður
drekaskurði neðri hringsins, sem nú er. Það er
engan veginn ólíklegt, að hringarnir hafi verið
þrír talsins, því atriði eins og það er ólíklegt,
að verði til að ástæðulausu. Hlutföllin í hurð-
inni yrðu þá 1/3 og fullt samræmi í henni. Hlut-
fall þetta mun koma mörgum einkennilega fyrir
sjónir, þar sem slíkar hurðir tíðkast eigi nú.
Þetta er reyndar hið almenna hlutfall norskra
stafkirkjuhurða. Og er enn ein hurð norsk varð-
veitt, sem er með þremur hringum.79) Það er