Saga - 1955, Blaðsíða 31
107
tala um, hvort það muni ekki kunna að stand-
ast, þegar þessi kirkja er tekin, að hún sé lækk-
uð og gjörð upp aftur með veggjum og torfþaki,
svo sem flestar kirkjur hér í landi, því það sé
mjög bágt að halda svo háum timburkirkjum
við góða hefð og magt, svo að hvorki rifni við-
irnir af sólu né fordjarfist af vætum, falli og
ekki heldur í stórviðrum.“ Hæðin hefur þá sýni-
lega verið meiri en á torfhúsum, og má setja
hana minnsta ekval breidd kirkjunnar 11,20
álnir eða um 6,5 m, en gæti verið allt að 15
álnir. (Á teikningunni er hún ekval 12,55 álnir.)
Kórinn og forkirkjan gætu þá verið minnst
6,86 álnir á hæð á sama hátt (Á teikningunni
= 9,03 álnir.) Hæðarhlutföllin væru þá inn-
byrðis gullsniðin, og húsið í fullri samsvörun.
(Á teikningunni koma gullsniðin fram á annan
hátt.)
Þegar gömlu trékirkjunni var breytt í torf-
kirkju, lækkar hún verulega. Skal reynt að sýna,
hver hæð hennar hafi getað verið. Auðvitað er
hér um áætlun að ræða eins og í framanrituðu
máli.
Engin mál eru nú þekkt á torfkirkjunni, að
því, sem bezt verður vitað. Á ýmislegt má samt
benda. I úttektinni frá árinu 1734 er getið ný-
hlaðinna torfveggja beggja megin kirkjunnar,
en í vísitazíunni árið 1748 er sagt, að moldir
kirkjunnar taki nokkuð að bila. Þetta gæti bent
til þess, að um sömu veggi væri að ræða að ein-
hverju leyti. Kirkjan ætti þá að standa nokk-
urn veginn á sama grunni og gamla kirkjan.
Hún er talin vera 7 stafgólf með útbrotum og
standþili bak og fyrir. Forkirkjan er engin, og
hurð ein fyrir útidyrum, „með skrá, lykli og