Saga - 1955, Blaðsíða 136
212
son lögréttumaður, sem keypti fjórðung úr
öndverðanesi af Tómasi Gunnarssyni á Stokks-
eyri árið 1554, eins og áður er sagt, og þar bjó
einnig sonur hans eftir hann. Allar líkur benda
til þess, að öndverðanes hafi verið erfðajörð
Jóns Gíslasonar og hann hafi því verið dótt-
ursonur Péturs Sveinssonar eða með öðrum
orðum sonur Gísla Jónssonar og Oddnýjar Pét-
ursdóttur og bróðir Vopna-Teits. Sonur Jóns
var Arnór bóndi í öndverðanesi, sem kallaður
var Laga-Nóri, og eru miklar ættir komnar
frá honum. Höfum vér fyrir satt, að allt það
kyn, svo og það, sem komið er frá Vopna-Teiti,
sé afsprengur Sveins biskups spaka.
3) Salvör Pétursdóttir, f. 1504, nefnd í vitn-
isburðarbréfi um landamerki Efri-Brúar í
Grímsnesi 1564 (Isl. fbrs. XIV, 269); nafnið
ritað .Soluor' og gæti því einnig lesizt ,Sólvör‘.
Bréfið hefst þannig: „So felldan vitnisburð
berum við Helgi Jónsson og Salvör Pétursdótt-
ir, að við höfum búið á Efri-Bi’ú í Grímsnesi,
annað upp á 20 ár, en annað 5 ár, — þar með
átti faðir minn, Pétur Sveinsson,1) þessa áð-
ur greinda jörð í 30 ár, — að við heyrðum
aldrei tvímæli á leika, að Efri-Brú ætti ekki
skóginn á Gjábakka millum gjá og gatna og
væri kölluð Brúartorfa. Og þennan skóg nytk-
uðu við, á meðan við bjuggum þar“, o. s. frv.
Síðar í bréfinu er þess getið, að Klemenz heit-
inn Jónsson hafi búið á Efri-Brú í 20 ár þar
J) Höfundur registurs við XIV. bindi fornbréfasafns,
dr. Páll E. Ólason, hefir ekki veitt því athygii, að
hér væri um að ræða Pétur Sveinsson lrm. í Öndverða-
nesi.