Saga - 1955, Blaðsíða 16
92
er lýst með svipuðu orðalagi. Þær eru kirkjurn-
ar að Hofi, Vallanesi og Eiðum. Eiðakirkja
virðist vel geta verið frá miðöldum, eins og hin-
ar, eftir máldögunum að dæma, en hún var öll
prýdd skurði. í vísitazíu Brynjólfs biskups
Sveinssonar í Vallanesi árið 1641 er það tekið
fram, að kirkjan var af norskum viði. Virðist
hún vera sama kirkjan, er vígð var af Oddgeiri
biskupi árið 1367.24) En í lýsingu Páls Mel-
steðs á torfkirkjunni, sem seinna varð þar, er
sagt að stoðirnar voru úr rauðaviði og mjög
digrar, enda úr gömlu kirkjunni.25) í vísitazíu
Hofskirkju árið 1697 er komizt einkennilega að
orði: „Kirkjan í sjálfri sér æfigamalt og geðs-
legt hús, með kór og forkirkju, af því gamla
kirkjuskiklci.“ Hér er talað um eitthvað, sem er
þekkt, en á faraldsfæti.
1 háskólaerindi um dómkirkjuna í Skálholti
hef ég leitt nokkur rök að því, að útbrotakirkj-
an forna úr tré hér á landi hafi líklega verið
mynduð í upphafi eftir stafkirkjunni norsku.
Enda væri það eðlilegt, eins og samgöngum og
viðskiptum var háttað. Erindi það verður vænt-
anlega prentað í Samtíð og Sögu og vísast hér
til þess.
1 aðaldráttum er útbrotakirkjan úr tré þrí-
skipa, með háu miðskipi og lægri hliðarskipum.
Veggir eru gerðir úr reisifjöl, sem felld er í
syllur, en ekki negld, og hangir byggingin því
á stöplum. Með veggjum fram er fastur bekk-
ur, en stoðbogar milli innstöpla, svo að þeir
áangi ekki úr skorðum. Nú hefur þessum tré-
kirkjum öllum verið breytt í torfkirkjur. Er sú
breyting um garð gengin á seinni hluta 18. ald-
ar. En hin upprunalega mynd gægist fram í