Saga - 1955, Blaðsíða 109
185
biskup, og var lengi, að þeir uröu ekki ásáttir
vegna siðanna. Þá svaraði herra Gísli (síðar
biskup) þessu, sagðist engan þann vilja fyrir
biskup hafa, sem ekki legði af mítur og bagal.
Varð svo um síðir, að þeir tóku herra Martein
nauðugan og settu hann í biskupsstólinn, og
svo varð hann að vera það".1)
Báðar þessar frásagnir fá stuðning af hinu
svo nefnda „bannsbréfi" Jóns biskups yfir síra
Gísla árið 1550. Þar er þessi sakargift meðal
annarra: „f annarri grein hefur þú (þ. e. síra
Gísli) talað þessa laganna minnkun og niður-
þrykking á almennilegri prestastefnu í sjálfri
Skálholtsdómkirkju, að þú vildir aldrei halda
rómversk lög né hlýðni veita þeim biskupi, sem
bæri mítur eða væri munkur“.2) Með síðustu
orðunum, sem þarna eru greind, hefur síra
Gísli auðvitað átt við Sigvarð ábóta.
Kjörbréf síra Marteins er nú ekki til, en sam-
kvæmt bréfi síra Björns og Ara, sona Jóns
biskups, til kanslara konungs 10. ág. 1550 stóðu
að því 24 kennimenn (eins og að kjörbréfi Sig-
varðar ábóta), en þar af voru aðeins „sex eða
átta prestmenn (þ. e. prestvígðir menn) öllu
landinu í móti og svo kongsins rétti“.3) Hinir
klerkarnir hafa haft lægri vígslur. Þeir bræð-
ur töldu kjörbréf síra Marteins auðvitað ólög-
legt, eins og það var, og má vera, að lúterskir
menn hafi þess vegna ekki hirt um að halda
því til haga. Annars getur verið, að orð þeirra
bræðra um það, hve margir „prestmenn“ stóðu
J) Safn t. s. ísl. I, 88—89.
2) ísl. fbrs. XI, 745.
3) ísl. fbrs. XI, 794.