Saga - 1955, Blaðsíða 135
211
laugi Jónssyni (ísl. fbrs. X, 597). Af þessu
má ráða, að þeir bræður hafi verið synir Jóns
Helgasonar í Svarðbæli, sem Oddur biskup kall-
ar Sandbælis-Jón og hann og síra Jón Egils-
son segja, að hafi verið afi Teits Gíslasonar
í Auðsholti (Safn I, 49). Hirði ég eigi að rekja
þetta nánar hér, en læt nægja að vísa til grein-
ar Steins Dofra, sem prentuð er í Víkingslækj-
arætt, bls. 67—71 neðanmáls, en hann hefir
fyrstur manna bent á þessa ættfærslu og fært
góð rök fyrir.
Það er nú sýnt af framansögðu, að sonur
Oddnýjar Pétursdóttur og Gísla lögréttumanns
á Stafnesi var Teitur Gíslason hinn sterki í
Auðsholti, sem kallaður var Vopna-Teitur. Þeg-
ar móðerni hans er haft í huga, verða hin
miklu tengsl hans við Stokkseyri skiljanleg,
en þar reri hann fyrst 6 vertíðir hjá Tómasi
Gunnarssyni, var þar síðan formaður í 40 ver-
tíðir, og þar bjó Vernharður, sonur hans, í 19
ár. Skýringin er sú, að húsfreyjan á Stokks-
eyri, þegar hann kemur þangað ungur maður,
er móðursystir hans, Guðrún Pétursdóttir, og
þeir Tómas á Stokkseyri og Teitur systrasynir.
Frá Teiti er, sem kunnugt er, komin ætt mikil.
Sonur hans var síra Gísli í Arnarbæli, faðir
Clafs í Votmúla, föður Sturlaugs á Kotleysu.
En synir Sturlaugs voru þeir Bergurhreppstjóri
í Brattsholti, sem Bergsætt er frá komin, Guð-
mundur í Hreiðurborg, faðir Valgerðar, konu
Eyjólfs sterka á Litla-Hrauni, sem fjöldi manna
er kominn frá, og Einar á Efri-Brúnavöllum,
einn af forfeðrum Reykjaættar á Skeiðum.
I öndverðanesi, ættaróðali Péturs Sveins-
sonar, bjó á síðara hluta 16. aldar Jón Gísla-