Saga - 1955, Blaðsíða 97
173
á að vinna á svo um munar, og gæti það ráðið
miklu um úrslit í styrjöldinni. Ekkert af þessu
gat gerzt á Islandi. Þar er enginn her, engin
virki, engin vopn, og hvað sem í gerðist, gat
það ekki haft nein áhrif á úrslit ófriðarins milli
Danmerkur og Englands. Og ef vér spyrjum
vora áköfu gagnrýnendur, hvað hefði unnizt
við áhlaup á Jörgensen, munu þeir ekki geta
fært annað til en það, að barnabrekum hans
hefði verið lokið nokkum dögum fyrr, en
Reykjavík hefði sennilega verið eydd, nokkr-
um mannslífum fórnað og á Englandi ef til
vill sprottið andúð, sem hefði getað orðið til
þess, að ekki hefði fengizt það leyfi, sem ís-
lenzkum kaupmönnum var veitt til siglingar
til íslands styrjaldarárin og landinu var bráð-
nauðsynlegt, og jarðabókarsjóðnum hefði þá
varla verið skilað. Menn telja þetta ef til vill
ósennilegt, en vér biðjum lesendur að minn-
ast þess, að Englendingar virðast ekki hafa
sýnt Dönum það veglyndi og réttlæti árið 1807,
að þá væri mikið á það treystandi. Og ef það
er satt, að Englendingar hafi þá haft hug á
að eignast ísland og Færeyjar, er það þá með
öllu ósennilegt, að þeir hefðu neytt fjandsam-
legi-ar árásar á brezka þegna til þess að leggja
undir sig landið? En það gátu þeir ekki ann-
ars gert sóma síns vegna, þar sem þessir menn
höfðu áður beitt ofríki að tilefnislausu.
Samkvæmt því, sem nú var rakið, vix-ðist oss
skýlaust, að ekki sé þörf annarrar afsökunar
á framkomu íslendinga, meðan á hinum
heimskulegu bax-nabrekum Jörgensens stóð ár-
ið 1809 (vér getum tæplega kallað það valda-
rán), heldur en einfaldrar fx'ásagnar af því, sem