Saga - 1955, Blaðsíða 87
163
Finnur Magnússon var sumarið 1809 starfsmaður
land- og bæjarfógetans í Reykjavík, þá 28 ára gamall.
Hann kom og við sögu Jörgensens, er bauð honum em-
bætti og hótaði hörðu, er Finnur vildi ekki við taka.
Er vikið að þessu í síðari greininni.
Hvað má ráða um greinarhöfundana af greinunum
sjálfum?
Fyrri greinin er ljós, skipuleg og gagnorð. Höfund-
urinn hefur vit á skipum, honum eru hugstæð bág-
indin, þegar tók fyrir skipakomur til landsins, korn-
skorturinn og ekki sízt veiðarfæraleysið. Honum er
ljóst, að talsverðan skipakost þarf til þess að sinna
þörfum landsmanna, og hann veit nákvæmlega, hve
mörg skip voru send til íslands 1832. Ég ætla, að
ekki geti hjá því farið, að höfundurinn sé maður úr
verzlunarstétt.
Höfundur síðari greinarinnar er maður vanur rit-
störfum, margorður og margfróður. Hann kann skil
á venjum í viðskiptum milli þjóða og í hernaði, hon-
um eru tiltæk dæmi úr fornöld íslendinga og hann
veit um framgöngu tveggja íslenzkra stúdenta í vörn
Kaupmannahafnar, þó að þá væri liðið hátt á aðra
öld síðan.
Enda þótt greinarhöfundur kunni glögg skil á því,
sem gerðist í Reykjavík sumarið 1809, mætti svo virð-
ast, að hann hafi ekki verið þar, af þessum orðum:
---------og vi vide ikke, om vi havde kunnet tilbage-
holde en lignende Iver, om vi havde været der til stede
Þarna segir frá því, er Trampe greifi var
fluttur til skips. Þetta þarf þó ekki að merkja annað
en það, að greinarhöfundur hafi ekki horft á, þegar
farið var með stiftamtmann. Gat hann jafnvel hafa
brugðið sér úr bænum, áður en til tíðinda dró, því að
það var á sunnudegi eftir messu.
Greinarhöfundur segir, að Jörgensen hafi ekki kom-