Saga - 1955, Blaðsíða 47
123
á því tímabili. í byrjun 19. aldar virðist hafa
orðið rof hjá öllum þorra manna í samhengi
menningarsögunnar. íslendingasagnaútgáfur
17. og 18. aldar og annarra fornsagna, lestur
riddarasagna og rímna hafa komið mönnum til
að mæna á hina glæstu fornöld, gullöldina, er
þekkti enga einokun og aðra áþján. Menn
tengdu því yfirleitt minnin við það, sem bezt
hafði verið. Og er það ofur skiljanlegt. Saman-
ber blekbyttu Snorra Sturlusonar í Þjóðminja-
safni.
Nú skulu munnmælin um Valþjófsstaðarhurð-
ina skoðuð frá þessu sjónarhorni, þ. e. a. s. um-
mæli síra Stefáns árin 1846 og 1850, vísitazía
Helga Thordersens 1851 og sögn Guðmundar
Þorsteinssonar. Minnin verða þá þrjú. Fyrst er
minnið um glæsilegan skála, sem svo er tengt
minninu um atorkumesta smið fornaldarinnar,
Þórð hreðu. Loks er minnið um breyting á hurð-
inni, er hringjum fækkar úr þrem í tvo.
Það er sannanlegt, að hurðin hafi ekki verið
breiðari en nú er, að hjarranum slepptum. Hef-
ur þegar verið bent á það. Þriðji hringurinn
hefur þá verið annað hvort ofan við eða neðan
við hringa þá tvo, sem á hurðinni eru. Sé hurð-
in athuguð, eins og hún er nú, þá sést, hversu
lítið slitið er að neðanverðu, rétt eins og að
aldrei hafi verið í hana sparkað, sem er næsta
ótrúlegt, en sauðskinnsskór skilur reyndar lítið
far eftir sig. Sé slitið óeðlilega lítið undan
hringnum, sem virðist vera, þá er hugsanlegt,
að hringurinn hafi verið færður upp, er neðsti
hringurinn var sagaður burt. Nú átti þetta að
hafa gjörzt í sambandi við einhverja kirkjubót,
þótt sögn Guðmundar Þorsteinssonar segi, að