Saga - 1955, Blaðsíða 138
214
ung, er faðir hennar lézt, hafa leiguliðar auð-
vitað búið á jörðinni, unz hún kom þangað,
þar á meðal Klemenz Jónsson, sem nefndur er
í bréfinu, og Helgi Jónsson sömuleiðis. En hafi
Salvör átt Efri-Brú að nokkru eða öllu, sem
telja verður mjög líklegt, þá liggur nærri að
ætla, að Eyvindur Jónsson, sem bjó á Efri-
Brú 1596 og átti þá jörð, hafi verið sonur
Salvarar Pétursdóttur og þá væntanlega bróðir
Jóns Jónssonar á Hrauni. Er Eyvindar getið
í áreiðardómi um landamerki Brúanna áður-
nefnt ár (Alþb. Isl. III, 90—91).
Sé þetta nú rétt, má enn rekja ætt Sveins
biskups spaka til fjölda núlifandi manna. Son-
ur Eyvindar á Efri-Brú hefir án efa verið
Hálfdan hreppstjóri Eyvindsson í Vaðnesi í
Grímsnesi, sem getið er víða í dómabók Einars
sýslumanns Hákonarsonar á árunum 1619—24
og var enn á lífi 1635 (Bréfab. Gísla biskups
Oddssonar 15. des. 1635J.1) Einn sonur lians
var Jón Hálfdanarson bóndi í Vaðnesi (sbr.
Alþb. Isl. VI, 142—43), faðir Eyvindar, er bjó
í Vaðnesi 1681 og Jóns, er þar bjó þá einnig,
en dóttir Jóns hefir verið Þuríður, kona Þor-
geirs í Vaðnesi Þórðarsonar, sem margt manna
er frá komið. Benda má á, að tvær dætur Ey-
vindar Jónssonar í Vaðnesi hétu Guðrún og
Oddný, sömu nöfnum og tvær af dætrum Pét-
urs Sveinssonar. Getið er og konu þeirrar, er
Oddný Jónsdóttir hét, á Efri-Brú árið 1671
O í Sýsl. IV, 540, er Hálfdan talinn Eyvindsson
,,Ólafssonar“, en ekki veit ég, hvaðan það er haft. Hygg
ég réttara, að hann hafi verið sonur Eyvindar á Efri-
Brú.