Saga - 1955, Blaðsíða 125
201
bætis og Jóns erkibiskups rauða um takmörk
hins veraldlega og andlega valds, gerðri í Túns-
bergi 1277, var ákveðið, að konungur skyldi
staðfesta biskupskjör.1) Nokkur misbrestur
varð þó á því stundum, en Kristján I. hafði
harðlega bannað íslendingum að veita viðtöku
nokkrum biskupi, „fyrr en hann hefur fengið
þar til vora fulla samþykkt, erkibiskupsins og
ríkisins ráðs, með voru opnu innsigluðu
bréfi“.2) Þessu banni höfðu íslendingar síðan
hlýtt, og aldrei mun hafa verið vikið frá fyrr-
^reindu ákvæði sættargerðarinnar að þeirra
vilja. Hins vegar var ekki hægt að leita til
erkibiskupsins í Þrándheimi né norska ríkis-
ráðsins, því að þeir aðiljar voru nú úr sögunni.
Þar sem málum var svo háttað, var ekki ann-
ars kostur fyrir Jón biskup og hina kaþólsku
klerka en reyna að fá konung til að staðfesta
kjör Sigvarðar ábóta, en hafna síra Marteini.
Þeir hafa ætlazt til, að konungur gerði sér
ljóst, að Sigvarður var löglega kosinn, en Mar-
teinn ekki, og þeir segjast treysta því, að kon-
ungur haldi heit sín, er hann hefði gefið þeim
í innsigluðu bréfi, að þeir skyldu haldnir við
fornan kristinn sið. En þeir hljóta þó að hafa
efazt um það í hjarta sínu, að konungur virti
þessi atriði nokkurs. Er því líklegt, að þeir hafi
i’eynt að herða að honum með einhverjum hætti,
sem nú er ókunnur. í minnisgrein við upphaf
skrár um eignir Hóladómkirkju og Hólastóls
að Jóni biskupi látnum er getið um „þau xl
gyllini, er Úlfur sagði, að hann hefði út lagt
J) ísl. fbrs. II, 143, 150—151.
2) ísl. fbrs. V, 67.