Saga - 1955, Blaðsíða 101
177
um fleiri. Þannig hefði hann átt að segja frá
því, er Jörgensen fór með liðsmönnum sínum
til skrifstofu Vídalíns heitins biskups, í því
skyni að rannsaka skjöl hans og hafa þau með
sér. Biskupinn var mjög burðamikill og sér-
staklega æruverðugur og auk þess manna höfð-
inglegastur; hann lauk upp, stóð í miðri gátt-
inni og studdi höndum á dyrastafi og ávarp-
aði Jörgensen, og kvað fast að, þessum orðum
á íslenzku, sem varla hefði verið viðurkvæmi-
legt af kirkjuhöfðingja, ef öðruvísi hefði á
staðið: „snipstu burtu helvítis hundrinn
þinn".1) Þetta nægði til þess að skelfa Jörg-
ensen, og hvarf hann frá með gervöllum her
sínum. Finnur Magnússon prófessor og Sig-
urður heitinn Thorgrímsen land- og bæjar-
fógeti, sem þá voru í Reykjavík, voru ófáan-
legir til að taka við landfógetaembættinu eða
öðrum störfum úr hendi Jörgensens, þrátt
fyrir handtöku og hótun um líflát, enda þótt
ekki skorti gyllingar á aðra hönd. 1 ferð sinni
til Norðurlands ætlaði Jörgensen að neyða
Stefán heitinn Thorarensen amtmann til þess
að taka við amtmannsembættinu af honum og
gegna því í nafni hans. Þegar amtmaður færð-
ist undan, brá Jörgensen sverði og hótaði hon-
uni bana, en enda þótt Thorarensen amtmaður
virðist ekki hafa skarað fram úr að hugrekki
°S sýndi ekki sömu staðfestu sem Vídalín bisk-
UP í svipuðum aðstæðum, gat Jörgensen ekki
beygt hann undir vilja sinn. Borgari á Akur-
eyri (sem er um það bil 3 mílur frá Möðru-
vallaklaustri) fór af sjálfsdáðum aleinn í laun-
:) Þannig prentað; einu orðin á íslenzku í greininni.
Saga - 12