Saga - 1955, Blaðsíða 116
192
hann hafði öðlazt biskupsvald til bráðabirgða
í Skálholtsbiskupsdæmi. Verður því ekki betur
séð annað en ferðin, sem kvæðið segir frá,
hljóti að vera ferð Jóns biskups á hina almenni-
legu prestastefnu í Skálholti 1548.
í ættartöluriti, sem Páll Eggert Ólason eign-
aði síra Þórði Jónssyni í Hítardal,1) en er eldra
að stofni, er frásögn um misheppnaða ferð,
sem Jón biskup fór suður til Skálholts. Frá-
sögnin hefst á þessa lund: „Hann (þ. e. Jón
biskup) gjörði sig í hið syðra biskupsdæmið,
reið suður með miklu föruneyti að inntaka Skál-
holt. Daði bóndi Guðmundsson var þar aðkom-
andi og fyrir í Skálholti, þegar biskup með
sinn flokk kom að norðan, og varði Daði og
hans sveinar með liði herra Marteins Skál-
holt fyrir þeim feðgum“. Síðan er sagt frá
njósnarferð Andrésar Magnússonar, sem fyrr
er nefndur, upp að Úthlíð í Biskupstungum,
og er sagt, að hann sé heimildarmaður að ýmsu í
frásögninni. í einu handriti er og athugasemd við
frásögnina eftir Odd biskup Einarsson, og sýn-
ir hún, að frásögnin hefur ekki verið frum-
rituð síðar en á hans dögum.2) Verður hún því
að teljast sæmilega góð heimild. Ferðin er þar
ekki ársett, en enginn vafi leikur á, að hún
hefur verið farin rétt fyrir alþingi 1548, því
að skjöl um skipti þeirra Jóns biskups og Daða
sýna, að það eina sinn var Daði með liði til
varnar í Skálholti, er Jón biskup vildi ná
staðnum.
í söguþætti um Skálholtsbiskupa fyrir og
!) Menn og menntir I, 9—12.
2) Bisk. Bmf. II, 341—342.