Saga - 1955, Blaðsíða 25
101
gerðar umbætur og viðgerðir. Það liggur í hlut-
arins eðli. En það má þá jafnframt ráðgera, að
eitthvað það haldist, sem telja megi uppruna-
legt. T. d. grunnflötur, stórviðir að einhverju
leyti, hlutföll í húsinu o. fl. Hér mætti t. d. benda
á þiljurnar útskornu frá Möðrufelli, sem eru
vel varðveittar þrátt fyrir misjafna meðferð.53)
Saga trékirkjunnar ætti eftir því að ná yfir ein
500 ár. Og er það ærinn tími. Spurning er það,
hvort mark sé takandi á lauslegu reiknings-
dæmi, sem setja mætti upp með hliðsjón af því
litla, sem vitað er um virðingar á kirkjuhúsinu.
Árið 1734 er raunverulegt verðmæti hússins
orðið rúm 8 hundruð, og eru þá ekki meðtaldir
nýhlaðnir torfveggir, eftir því, sem greinir í út-
'tektinni það ár. (Það er eftirtektarvert, hvern-
ig breytingin í torfhús á sér stað. Fyrst eru
torfveggir hlaðnir upp með útbrotaveggjunum
til skjóls.) Árið 1734 hefur kirkjan þá hrapað
að verðmæti um 52 hundruð á um 225 árum,
minnst 216 og mest 233 árum. Því kirkjan var
metin á 60 hundruð á dögum Stefáns biskups
Jónssonar, og þótti bresta á 20 hundruð, að hún
væri vel standandi. Það verður að álíta, að
kirkjan hafi fengið inhverja viðgerð eftir að
sú viðgerð fór fram. Annars hefði hún tæplega
getað staðið jafnlengi. Þá ætti fyrningin að
vera um 20 hundruð á um 100 árum. Eftir því
ætti sira Jón Ólafsson að hafa gefið sín 20
hundruð til uppgerðar á dögum Vilkins. Næsta
stóruppgerð ætti þá að hafa getað farið fram
rétt eftir það, að bein Odds Þórarinssonar voru
flutt til greftrunar að Skálholti árið 1279.54)
En kirkjan ætti þá að hafa verið reist um 1180,
eins og ætlað hafði verið. Sé hins vegar gert