Saga - 1955, Blaðsíða 124
200
En er það hreif ekki, gerði hann tilraun til at-
lögu, en varð frá að hverfa. Sá Jón biskup þá,
að ekki varð meira iðnað þar að sinni, og hef-
ur hann haldið brott frá Skálholti fimmtudag-
inn 28. júní til alþingis, og var hann þar sam-
þykktur umsjónarmaður (administrator) Skál-
holtsbiskupsdæmis af öllum almúga. Hinir lút-
ersku menn, lærðir og leikir, hafa hins vegar
ýmist farið heim eða setið eftir í Skálholti, unz
tryggt var, að Jón biskup myndi ekki snúa
aftur. Var þá stóllinn afhentur Marteini bisk-
upsefni. Síðar um sumarið fóru bæði biskups-
efnin utan til Danmerkur.
Sumir sagnfræðingar hafa furðað sig á, að
Sigvarður ábóti skyldi látinn fara til Dan-
merkur, þar eð fyrirsjáanlegt hafi verið, að
hann myndi ekki fá vígslu þar. Hefur verið
bent á, að viturlegra hefði verið að senda hann
til Þýzkalands í eitthvert kaþólskt biskups-
dæmi að fá vígslu eða að Jón biskup hefði vígt
hann sjálfur, því að það virðist hafa verið
réttmætt, þegar líkt stóð á.1) En allt er þetta
reist á misskilningi. Sigvarður var ekki send-
ur til Danmerkur til að fá vígslu, heldur til
að fá staðfestingu konungs á því, að hann mætti
taka vígslu „eftir réttu lögmáli hins helgasta
föður með páfavaldi“. Er ekkert því til fyrir-
stöðu, að klerkarnir, er kusu Sigvarð, hafi
ætlazt til, að hann fengi vígslu hjá einhverj-
um kaþólskum biskupi, enda annað naumast
löglegt að þeirra dómi. En þeir hafa ekki talið
fært að ganga fram hjá staðfestingu konungs.
1 sættargerðinni milli Magnúsar konungs laga-
D Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Arason, 211—212.