Saga - 1955, Blaðsíða 39
115
ari ísfeldt með ærnu ómaki endurbætt, höggvið
upp mikið af því bíldhöggvaraverki, sem á
henni er, og málað hana síðan svo vel sem
hann hafði föng og áhöld til.“ Auk þessa fór
fram mikil aðgerð á kirkjunni í heild, sem lýst
er nánar í kirkjustólnum, en allir reikningar
eru tilgreindir sundurliðaðir. Hefur Isfeldt
fengið 18 rbd. 32 sk. árið 1828 og 9 rbd. 16 sk.
1829 auk fæðis, enda var verkið nokkuð um-
fangsmikið fyrir einn mann. Meðal annars var
gert við stafnþilin bæði.
Snikkari ísfeldt er enginn annar en Eyjólfur
Ásmundsson Isfeldt, alkunnur hagleiksmaður
og lærður snikkari frá Kaupmannahöfn. Af
honum eru margar sagnir. Hann lézt árið
1832.05)
Hann virðist þá hafa skýrt upp skurðinn
forna. Auk þess hefur hann fellt listann og
stykkin í hurðina, sem að framan greinir. Þegar
vel er gáð, þá sést með fullu öryggi víða, hvar
hann hefur rjálað við skurðinn. T. d. hefur
hjálmurinn á neðri riddaranum afmyndazt. Nef-
björgin er að mestu horfin, og hjálmurinn hef-
ur að öðru leyti minnkað og aflagazt. Samt er
óhætt að fullyrða, að skurðurinn muni að veru-
legu leyti standa sæmilega óhaggaður. Þetta,
sem hér hefur verið greint, ætti að vera næg
ástæða til þess, að skurðurinn verði tekinn til
nýrrar athugunar af færum sérfræðingum. En
nokkra stoð við nýtt mat má hafa af því, að
partar skurðarins virðast misjafnlega mikið
veðraðir.
I skrá fornleifasafns Dana er sagt, að hurð-
in kom þangað hvítmáluð, en málningunni væri
náð af og hurðin „restaureret".66) Sú aðgerð