Saga - 1955, Blaðsíða 106
Skálholtsför
Jóns biskups Arasonar 1548.
I ýmsum sagnaritum er getið um ferð, sem
Jón biskup Arason fór til Skálholts að ná bisk-
upsstólnum á sitt vald, en bar ekki árangur, því
að lið var fyrir til varnar. 1 söguþætti um
Skálholtsbiskupa fyrir og um siðaskiptin, sem
saminn er í Skálholti 1593 eða þ. u. b., er ekki
berum orðum sagt, hvaða ár ferðin var farin, en
þar er svo talið sem hún hafi verið farin 1549,x)
og síra Jón Egilsson segir greinilega í Bisk-
upaannálum, að hún hafi verið farin það ár.* 2)
En síra Jón Halldórsson í Hítardal leiðrétti
ártalið 1549 hjá síra Jóni Egilssyni í 15U8 eftir
Hvammsdómi Jóns biskups Arasonar 1. okt.
1548 í biskupasögum sínum.3) Hins vegar tel-
ur síra Jón í Hítardal, að ferðin hafi verið farin
eftir alþingi, eins og síra Jón Egilsson segir.
Síðar hefur komið í ljós skjal, kjörbréf Sig-
varðar ábóta í Þykkvabæ í Veri til biskups í
Skálholti 27. júní 1548,4) sem sýnir, að Jón bisk-
up hefur þá verið staddur í Skálholti, sem sé
fyrir alþingi. Niðurstaðan hefur því orðið sú
J) Bisk. Bmf. II, 253.
2) Safn t. s. ísl. I, 89—91.
3) Bisk. Söguf. I, 86—87.
“) ísl. fbrs. XII, 129—122.