Saga - 1955, Blaðsíða 91
167
ust ekki tortryggileg, að telja landsmönnum
trú um, að allt þetta væri að undirlagi ensku
stjórnarinnar og að öll mótspyrna væri ekki
einasta gagnslaus heldur mundi að auki baka
allri þjóðinni tjón af völdum Breta, er þá voru
einráðir á norðurhöfum. Tilhugsunin um stöðv-
un allra siglinga var geigvænleg, því að það
mun vera miklu erfiðari dauðdagi að falla úr
hor en fyrir vopnum.
Það er þó víst (og um það hefur herra
Schulesen nefnt nokkur dæmi), að þó nokkrir
íslendingar höfðu ákveðnar fyrirætlanir um
það, meðan Jörgensen fór með völd, að ráða
þau undan honum, enda þótt góðs færis virt-
ist ekki að vænta fyrr en víkingaskipið héldi
heimleiðis, er búizt var við, að verða mundi
í ágústlok, en þá yrði ekki lengur hætta á því,
að Reykjavík yrði skotin niður og brennd.
Hinn hugrakki sýslumaður í Vestur-Skaptafells-
sýslu, Jón Guðmundsson (látinn fyrir fáum ár-
um), gerði þó áður en svo væri komið þá til-
raun til virkrar mótspyrnu og almenns liðs-
safnaðar í sveitum, sem við varð komið. Herra
Schulesen hefur birt nokkurn veginn rétt eftir-
rit af friðslitabréfi hans til Jörgens Jörgensens,
dags. 10. ágúst 1809, en hefur einnig bætt við
þessari þarflausu athugasemd: „Það kann að
virðast grunsamlegt, að bréf þetta er ekki
dagsett fyrr en daginn eftir að veldi Jörgensens
var lokið, og gat hann því ekki fengið vitneskju
um það fyrr en um seinan; er því ekki ástæðu-
laust að geta þess, að sýslumaðurinn átti heima
í 30—40 mílna f jarlægð frá Reykjavík, og var
honum því með öllu ókunnugt um, hverju þar
fór fram“ o. s. frv. Við þetta get ég ekki látið