Saga - 1955, Blaðsíða 113
189
Svo og hefði hann ekki til komizt að gjöra
þar aðra biskuplega skyldu, sem væri kenni-
manna vígslur og chrisma, barna fermingar
og annað fleira biskuplegt embætti að veita".1)
Þessi kafli hjá Daða virðist tekinn úr bréfi
þeirra bræðra og verður því að teljast hlið-
stæð heimild Hvammsdómi og bannfæringar-
bréfi Jóns biskups, en ekki andmælir Daði hér
neinu. Sumt er hér gleggra en í hinum skjöl-
unum. Orðin: „— og þeim lægi nú meir á“ o.
s. frv. — sýna, að þeir Marteinn, er þá var enn
prestur, og síra Árni hafa verið staddir í Skál-
holti á prestastefnunni, eins og þegar hafa
verið leidd rök að. Og hér kemur loks skýrt
fram, að Jón biskup hefur ætlað að hreinsa
dómkii’kjuna þetta sinn, eins og líklegt mátti
þykja, en kom því ekki fram, sökum þess að
lið var til varnar og meinaði honum kirkjuna.
Er þar fengið svar við síðari spurningunni,
sem varpað var fram á 188. bls.
Nú hafa verið athuguð skjalgögn um presta-
stefnuna í Skálholti í júnímánuði 1548. En
áður en snúið verður að öðrum heimildum, skal
tekinn dálítill krókur. Frá Skálholti hefur Jón
biskup riðið til alþingis með flokk sinn. I
skýrslu Daða um skipti þeirra Jóns biskups
segir: „I annarri grein klaga eg það til biskups
Jóns og hans fólks, að um sumarið, áður en
hann veitti mér heimsóknir (þ. e. heimsókn-
irnar á Sauðafell, í Snóksdal og Hvamm haust-
ið 1548), lét hann taka sex hesta fyrir mér
og það góz, sem á þeim var, á fimmtudaginn
næstan fyrir Péturs messu og Páls (þ. e. 28.
D ísl. fbrs. XII, 494.