Saga - 1955, Blaðsíða 33
109
veggir komi fram árið 1734 og árið 1748, þá
mætti hugsa sér, að breidd kirkjunnar hafi ver-
ið svipuð, enda má segja, að útbrotin krefjist
þess. Hins vegar verður sú breyting á, að kirkj-
an verður nú öll undir einu torfþaki. Að vísu
voru þök brött áður fyrrum; á tréhúsum allt
að 60° halli. En torfþak undir þessu byggingar-
formi má telja eðlilegt með 45—50° halla, eða
jafnvel meiri. Sé þakhornið 80°, en hæð út-
brotaveggja 3 álnir og breidd milli veggja
11,20 álnir, þá er hæð undir mæni 9,67 álnir.
Sé þakhornið 90°, en hinar tölurnar óbreyttar,
þá er hæðin 8,6 álnir. Sé þakhornið 80°, hæð
útbrotaveggja 3 álnir, en breiddin sú sama og
árið 1846, 9,73 álnir, þá er hæðin 8,80 álnir, en
7,67 álnir, sé þakhornið 90°. Hæðin gæti þá
virzt manni vera 8—9 álnir lauslega áætlað. Og
því lækkar kirkjan töluvert frá því, sem áður
var. Hins vegar getur útbrotaveggurinn vart
verið lægri en 3 álnir vegna skammbitanna, er
hljóta að styðja hann við innstöplana.
Margan furðar sennilega á því, að sett skulu
fram jafnhæpin atriði og að framan greinir,
þar sem varla er hægt að slá neinu föstu. Þetta
er þó gert að yfirlögðu ráði. Kirkjuhurð hefur
hurðin verið frá 1641 samkvæmt gögnum skæl-
legum. En hurðin ber þess merki eins og hún
er nú, að hún hefur orðið fyrir ýmiskonar
breytingum. Hún hefur einhvern tímann verið
söguð í sundur þvert um miðjan efri hringinn,
og sett saman aftur með því að negla fjöl yfir
samskeytin að aftanverðu. Hefur Matthías
Þórðarson, prófessor, tekið eftir því fyrstur
manna. Við það skaddaðist neðri leggurinn á
Þ í rúnaristunni á leiðinu. Hringarnir tveir