Saga - 1955, Blaðsíða 104
180
nokkur íslendingur gerzt hermaður; þó er oss
kunnugt um, að tveir íslenzkir stúdentar hlutu
viðurkenningu yfirvalda fyrir vasklega fram-
göngu í umsátinni um Kaupmannahöfn 1659,x)
og að Ketill Melsted majór, sem féll á eynni
Anholt, var talinn mjög hraustur hermaður.
Þetta sannar að vísu ekki mikið almennt, en
nóg til þess að sýna, að þó eru til íslendingar,
sem jafn fúslega og jafn ótrauðir sem aðrir
þegnar konungs vilja leggja líf sitt og fjör
í hættu fyrir konung og föðurland.
Ritdómarinn hefur dregið þá ályktun af
nokkrum ummælum í riti herra Schulesens, að
sumir íslendingar hafi verið alltof tillátssamir
við Jörgensen, þ. e. ekki gert skyldu sína, og
ætlar, að hann hljóti að eiga skjalleg gögn, er
sanni þetta. Á þetta getum vér ekki fallizt.
Ef hann hefði haft slík skilríki, var rétt að
taka fram, hvort og að hve miklu leyti nokk-
ur íslendingur, annar en fangarnir, sem sleppt
var úr fangelsi, hefði gert sig sekan í þvílíkri
svívirðu, svo að ekki félli blettur á mannorð
þjóðarinnar allrar fyrir glæp eins manns eða
fárra. Herra Schulesen mundi varla hafa gerzt
til þess að gefa út yfirlit yfir barnabrek Jörg-
ensens, nema hann hefði talið sig geta lagt fram
gögn, og þau jafnvel hin markverðustu, án þess
að varpa rýrð á nokkurn mann. Og vér ætl-
um því, að hann hafi ekki haft neinu að ráði
við að bæta.
Að niðurlagi viljum vér brýna þetta fyrir
x) í greininni er prentvilla: 1759. Hér mun átt viö
Teit sterka og Einar, syni sr. Torfa Snæbjarnarsonar
á Kirkjubóli á Langadalsströnd.