Saga - 1955, Blaðsíða 28
104
Virðist port framan við hana ekki hafa verið
reiknað með. Portið getur varla hafa verið
lengra en eitt stafgólf og ekki öllu styttra. Séu
þessar álnir danskar, þá ætti lengd nýju kirkj-
unnar að hafa verið 1129,86 sm, og er portið
þá ekki meðtalið. Stafgólfið ætti þá að vera
2,571 álnir danskar, en 2,8281 Hamborgarálnir,
eða lengdin alls í Hamborgarálnum 19,8. Gæti
það vakið grun um það, að kirkjustæðið gamla
hafi að einhverju leyti ráðið lengd hússins. Sé
reiknað, að stafgólfið í gömlu kirkjunni hafi
verið 2,8 Hamborgarálnir, yrði lengdin á gömlu
kirkjunni öll 22,4 álnir. Fengi port nýju kirkj-
unnar þá gott pláss í gamla grunninum, 2,6
Hamborgarálnir eða sem svarar einu stafgólfi.
Porthurðin, Valþjófsstaðarhurðin, fengi þá
meir en nægilegt rúm til að opnast inn. Lengd
gömlu kirkjunnar ætti þá að hafa verið um 13
metra eftir því, sem unnt er að ákveða við
skrifborðið hafandi enga grunnmynd, né til-
tekin mál.
Um breidd gömlu trékirkjunnar er því síður
hægt að fullyrða. Framkirkjan hefur verið með
útbrotum. Kórinn hefur einnig verið með út-
brotum, því í vísitazíunni árið 1706 er nefndur
brotinn glergluggi á kórsútbroti, sbr. vísitazí-
una árið 1721. Um forkirkjuna er ekki ljóst,
hvort hún hafi einnig verið með útbrotum. Hins
vegar er tekið fram, að forkirkja og kór eru
mjórri og lægri en framkirkjan. Verða vind-
skeiðarnar á göflunum því fernar. Og. auðséð
er, hví framkirkjan nefnist einnig hákirkja,
sbr. vísitazíuna árið 1721, þar sem hún er hærri
en kór og forkirkja.
Breidd trékirkjunnar frá 1846 var 8 álnir