Saga - 1955, Blaðsíða 119
195
komast að raun um, að ekki er neinar reiður
á því að henda, að því er tímatal og atburðaröð
varðar, enda er alkunna, að tímatal er með
því fyrsta, sem afbakast og gleymist í minni
manna. Jón biskup bannfærði Daða ekki um
vorið, heldur 2. jan. 1549,*) og þeir herra Mar-
teinn og síra Árni voru ekki teknir höndum
sínu sinni hver, heldur báðir sama sinn eða
í sömu ferð, einhvern tíma kringum mánaða-
mótin september og október.* 2) Úr frásögn síra
Jóns væri engin leið að greiða, ef ekki væru
skjöl til samanburðar.
Loks skal þess getið, að torvelt er að benda
á tíma, sem líklegt er, að Jón biskup hefði get-
að notað til suðurferðar þetta sumar eftir al-
þingi. Marteinn biskup er enn heima í Skál-
holti 25. júlí,3) en ferðin ætti að hafa orðið,
er hann var vestur farinn, samkvæmt frásögn-
inni. Á hinn bóginn er Jón biskup staddur á
Þingeyrum 20. sept. og var þá á yfirreið um
Húnavatnsþing.4) Eru ekki líkur til, að hann
hafi þá verið nýkominn úr Skálholtsferð, enda
hefði hann naumast lagt í þá ferð með miklu
liði um hásláttinn. Frá 20. sept. til töku Mar-
teins biskups er tíminn hins vegar of stuttur.
Ber því allt að sama brunni um það, að Jón
biskup hefur enga ferð farið suður til Skál-
holts árið 1549 og skekkja er í þeim heimild-
um, er svo telja. Má þó merkilegt heita, að þess
háttar skekkja skyldi komast inn í rit, sem
1) ísl. fbrs. XI, 684—686.
2) ísl. fbrs. XIII, 494; smbr. Páll Eggert Ólason:
Menn og menntir I, 293—294.
») fsl. fbrs. XI, 720—721.
*) ísl. fbrs. XI, 728.