Saga - 1955, Blaðsíða 94
170
land undir sig, en hann hefði umboð þeirra
til þess að gera þær ráðstafanir um stjórn
landsins, er hann teldi heppilegastar.
Vér neitum því ekki, að atferli Jörgensens,
þegar hann var að reka þetta erindi, sem Eng-
lendingar höfðu, að því er hann sagði, falið
honum, hlaut að vekja efasemdir um sannleiks-
gildi sögu hans. Hins vegar verður því ekki
neitað, að þau atriði, sem virtust því til styrkt-
ar, voru miklum mun veigameiri, því að enda
þótt framferði Jörgensens væri ekki mjög sam-
kvæmt venjulegum reglum um skipti milli ríkja,
þá varð ekki mikið af því ráðið. Menn sjá,
að frá þeim er vikið með mörgu móti á ófrið-
artímum, og auk þess kunna íslendingar lítil
skil á slíku; varð framkoma Jörgensens því ekki
borin saman við þetta. En auk þess, sem nú
var talið og varð lygum Jörgensens til fram-
dráttar, hlaut sjálft tiltæki hans að auka mjög
traust manna á sögu hans, því að menn gátu
með rökum ályktað, að hann hlyti að hafa um-
boð Englendinga til aðgerða sinna eða væri
að öðrum kosti geðveikur. En þar sem það
varð ekki séð, og sízt af tilkynningum hans,
hlutu menn að hallast að hinu.
Ef vér spyrjum nú, eftir að þetta er löngu
og farsællega liðið og vér getum skoðað öll
atvik með rólegri og óvilhallri íhugun, hvernig
þeim manni, er elskaði Guð, konung, föður-
land og mannorð sitt, hefði verið skynsamleg-
ast og farsællegast að snúast við, þá komumst
vér að þeirri niðurstöðu, að það var einmitt
þetta, sem gert var, er þó mun frekar hafa
verið fyrir rás viðburðanna en af tómlæti: að
bíða átekta, þangað til tíminn leiddi það í ljós,