Saga - 1955, Blaðsíða 18
94
gluggar hjá brúnásunum ok snúinn þar fyrir
speld. Gunnarr svaf í lofti einu í skálanum ok
HallgerSr ok móðir hennar.“ — „Þorgrímr
Austmaðr gekk upp á skálann. Gunnarr sér at
rauðan kyrtil bar við glugginum, ok leggr út
með atgeirinum á hann miðjan. Þorgrími
skruppu fætrnir — ok hrataði hann ofan af
þekjunni.“ — „Þeir sóttu þá at húsunum. Gunn-
arr skaut út örum at þeim.“ — „Gunnarr mælti:
„Ör liggr þar úti á vegginum — ok skal ek
þeirri skjóta til þeirra.“ — „Gunnarr þreif ör-
ina ok skaut til þeirra.“ — „Hönd kom þar út,“
segir Gizurr, — ,,ok tók ör, er lá á þekjunni."
— „Strengir lágu á vellinum ok váru hafðir til
at festa með hús jafnan. Mörðr mælti: „Tök-
um vér strengina ok berum um ássendana, en
festum aðra endana um steina ok snúum í vind-
ása ok vindum af ræfrit af skálanum." Þeir
tóku strengina ok veittu þessa umbúð alla, ok
fann Gunnarr eigi fyrr en þeir höfðu undit allt
þakit af skálanum. Gunnarr skýtr þá af bogan-
um, svá at þeir komast aldri at honum.“ — „í
þessu bili hleypr upp á þekjuna Þorbrandr Þor-
leiksson ok höggr í sundr bogastrenginn Gunn-
ars.“ — „Þá hljóp upp Ásbrandr, bróðir hans.“
— „ok fell hann út af vegginum." 29)
1 fyrsta lagi ber að athuga, að Njála muni
rituð á síðara hluta 13. aldar, og gera má sér
í hugarlund, að lýsingin væri mótuð af þekktri
fyrirmynd, sem ef til vill væri yngri en skálinn
að Hlíðarenda.
1 öðru lagi var loft í skálanum, líklegast þá
yfir framhluta hans. Slíkt loft væri eðlilegt og
vel afmarkað, hefði skálinn verið með útbrota-
gerð þeirri, sem að framan var lýst, auk þess,