Saga - 1955, Blaðsíða 4
80
þriðjungi sterlingspunds, en hin hálfu sterlings-
pundi.1) Skuldin hefur því verið áætluð jafn-
gildi 1000 eða 1500 sterlingspunda.
Á þessum forsendum reynir prófessor Ó. L.
að finna skuldarhæðina í íslenzkum krónum
eftir gengi á tilteknum tíma. Telst honum, að
skuldin, slík sem hún hafi verið áætluð, hafi
numið um 820.000 eða um 1.200.000 íslenzkum
krónum, eftir því hvort reiknað er með þriðj-
ungspunds eða hálfpunds nóbílum. Ef þessum
fjárhæðum er skipt jafnt á hvert inna sjö ára,
þá koma að tali ó. L. 120.000 eða 170.000 kr. á
hvert ár, eftir því með hvorri nóbílategundinni
er reiknað. Fjárhæðir þessar inar síðarnefndu
telur próf. Ó. L. svara til 520 eða 730 meðalkýr-
verða árið 1937. Kýrverðatala allrar fjárhæðar-
innar yrði samkvæmt þessu nálægt 3640 eða
5110. Fyrri talan er ofurlitlu of há, en in síðari
ofurlitlu of lág. En þetta skiptir hér litlu máli.
En fara má aðra leið, er leita skal að gildi
áðurnefndra 3000 nóbíla. Reyna má að finna
silfurgildi þeirra á þeim tíma, sem skuldarviður-
kenningin var gefin út. Og þegar það gildi er
fundið, þá má reyna að finna kýrverðatöluna,
sem jafngilti silfurgildinu. Þessa tilraun skal
hér gera, og er þá fyrst reiknað með þriðjungs-
punds nóbílum. Reikningurinn verður þannig:
3000 nóbílar gera 1000 pund sterling.
1000 pund sterling gera 18000 danskar silfur-
krónur.2)
1) Murray English Dictionary, orðið nobles.
2) Enskt pund mun hafa verið talið jafngilda 18,18
silfurkrónum, en broti þessu (18 aurum á pund hvert)
er hér sleppt. Það mundi gera 6 eða 9 danska aura á
hvern nóbíl, eða 18 eða 27 krónur á 3000 nóbíla, sem