Saga - 1955, Blaðsíða 134
210
Um börn Guðrúnar Pétursdóttur og Gunn-
ars Þórðarsonar er nú ekki kunnugt nema um
Tómas. Hann bjó á Stokkseyri, og segist Vopna-
Teitur hafa róið þar hjá honum í 6 vertíðir,
áður en hann gerðist þar sjálfur formaður.
Tómas fluttist svo upp í Biskupstungur og er
tvívegis getið í Skálholti sem eins af reikn-
ingsmönnum stólsreikninganna, 1559 og 1566.
Ekki er nú kunnugt, hvort þau Sveinn á Hæli
og Helga á Sandlæk hafa verið börn Tómasar
eða einhvers systkina hans, enda kunna menn
ekki frekari deili á afkomendum Guðrúnar Pét-
ursdóttur og Gunnars Þórðarsonar á Stokks-
eyri. (Sbr. Bólstaðir og búendur í Stokkseyr-
arhreppi, bls. 130—131).
2) Oddný [Pétursdóttir] á Stafnesi, nefnd
í fógetareikningum 1552 (fsl. fbrs. XII, 387).
Hún hefir verið gift Gísla Jónssyni á Stafnesi,
sem nefndur er í fógetareikningum 1550 og
geymdi þar verbúðanna, fisks, sýru, mjöls og
annars árið um kring (fsl. fbrs. XII, 159, 179).
Hann hefir því verið umsjónarmaður með út-
vegi konungs á Stafnesi. Gísli hefir án efa
verið lögréttumaður í Kjalarnesþingi, því að
víst má telja, að það sé hann, sem nefndur er
í dóm á Reynivöllum í Kjós 1549 og einnig
í dóm á alþingi sama ár um Sandgerði á Mið-
nesi (ísl. fbrs. XI, 708, 716). í báðum þessum
dómum er hann talinn meðal manna, sem vit-
að er, að voru lögréttumenn. Það mun vera
þessi sami Gísli Jónsson, sem verið hefir sveinn
Páls lögmanns Vigfússonar á Hlíðarenda og
nefndur er í testamentisbréfi hans ásamt tveim
bræðrum Gísla, Vigfúsi Jónssyni í Svartbæli
(þ. e. Svarðbæli) undir Eyjafjöllum og Gunn-