Saga - 1955, Blaðsíða 103
179
óttaÖist veldi Englendinga, því að það var ber-
sýnilegt, að hefðu þeir beitt þótt ekki væri
nema örlitlum hluta þess gegn íslandi, var öll
mótspyrna gagnslaus. Þessi ótti var því síður
ástæðulaus sem almennt var talið, að Jörgen-
sen hefði sýnt skriflegt umboð ensku stjórn-
arinnar til athafna sinna. Dæmi Trampes greifa
hlaut og að hafa mikil áhrif, því að þegar hann
bannaði að ráðast á liðsmenn Jörgensens, er
hann var fluttur fanginn á skip, enda þótt með
því hefði mátt leysa hann úr varðhaldi, og þeg-
ar hann skrifaði síðar Vídalín biskupi að neyta
allra bragða til þess að afstýra hugsanlegri
árás á Jörgensen, þá hlaut það að virðast enn
ísjárverðara. Og þó höfum vér séð, að allt þetta
nægði ekki til þess að halda ákafa Islendinga
í skefjum.
Menn hafa talið afstöðu Islendinga, meðan
á brekum Jörgensens stóð, óhrekjandi sönnun
dugleysis þeirra og ragmennsku, en það virð-
ist stafa af því, að menn hafa ekki haft rétt-
an skilning á ástandi og aðstæðum á íslandi
um þetta leyti, og vér vonum, að það, sem nú
hefur sagt verið, geri þær forsendur að minnsta
kosti tortryggilegar, sem rökstutt gætu slík-
an dóm.
Satt er að vísu, að íslendingar hafa ekki í
uiargar aldir haft tækifæri til þess að sýna
hugrekki í ófriði, en þeir, sem þekkja sögu
forfeðra þeirra, munu líklega kannast við, að
þeir voru ekki síður herskáir og hugprúðir en
aðrar norrænar þjóðir og að ófáir skipuðu veg-
legt sæti meðal hermanna konunga í Danmörku,
Noregi, Englandi og Rússlandi og meðal Vær-
ingja í Miklagarði. Á síðari öldum hefur varla