Saga - 1955, Blaðsíða 86
162
þá, er voru við þessa atburði riðnir, til þess að skýra
nánar frá málavöxtum, urðu tveir menn til þess að
svara í sama blaði og brugðu við skjótt. Er fyrri grein-
in dagsett 5. nóv. (nr. 179; 10. nóv.), en hin kom
í næstu blöðum (nr. 180 og 181; 13. og 15. nóv.).
Höfundur fyrri greinarinnar tekur fram, að hann hafi
verið í Reykjavík sumarið 1809; hinn getur þess ekki
beinlínis, en varla mun vafi geta á því leikið, að svo
hafi verið. Báðar ritgerðirnar eru ritaðar frá sjón-
armiði íslendinga, og má telja vafalaust, að báðir
höfundar hafa verið íslenzkir. Höfundur síðari grein-
arinnar segir m. a.: „Og spörge vi vore iversyge Kri- .
tikere ....“, og á vore við íslendinga. Greinarnar birt-
ust fáum dögum eftir að niðurlag ritdómsins kom út.
Höfundanna er því að leita meðal fslendinga í Kaup-
mannahöfn.
Þegar leita skal þeirra manna, er voru í Reykja-
vík eða grennd og komnir til vits og ára sumarið 1809,
en í Kaupmannahöfn um veturnætur 1832, getur ekki
verið um marga að ræða. Ég hef m. a. skoðað sálna-
registur Seltjamarnesþinga og athugað stúdentatal
Bjarna Jónssonar frá Unnarholti. Athygli beinist strax
að Gísla kaupmanni Símonarsyni og Finni prófessor
Magnússyni, og varla að neinum öðrum.
Gísli kaupmaður Símonarson var um þessar mundir
verzlunarstjóri Jacobæusar-verzlunar; hann eignaðist
síðar hlut í þeirri verzlun og rak loks verzlun á eigin
spýtur. Hann fluttist búferlum til Kaupmannahafnar
árið 1813 og átti þar heima til dauðadags (1836). Hann
gerðist efnamaður, þótti jafnan valmenni og gott að
eiga við hann kaup.
Gísli kom mjög við verzlunarsögu íslands á styrj-
aldarárunum, og ekki sízt sumarið 1809. Söguleg voru
viðskipti hans við Savignac, er skoraði Gísla á hólm
og fékk honum skammbyssu, er reyndist óhlaðin.