Saga - 1955, Blaðsíða 137
213
á undan, en bæði segjast þau Salvör og Helgi
vera 60 ára gömul. Bréfið er skrifað á Hjalla
í Ölfusi.
Þó að upplýsingar bréfsins séu harla dýr-
mætar, það sem þær ná, hefðum vér samt ósk-
að, að þær væru nokkru fyllri. Ekki er getið
um þáverandi eiganda Efri-Brúar, og ekki er
nægilega ljóst um samband þeirra Helga og
Salvarar. Eðlilegast mun að skilja orð bréfs-
ins svo, að fyrst hafi annað þeirra búið þar
í 20 ár og síðan hitt í 5 ár, því að einbýli mun
hafa verið á jörðinni á þeim tímum. Þau virð-
ast því ekki hafa verið hjón, enda líklegt, að
það kæmi fram í bréfinu, ef svo hefði verið.
Hins vegar kemur það skýrt fram, að þau hafa
hvorugt búið á Efri-Brú, þegar bréfið var gert.
Nýr bóndi hefir þá verið tekinn við. Athyglis-
vert er, að bréfið er gert á Hjalla í Ölfusi.
Bendir það til þess, að Salvör, og ef til vill
bæði þau, hafi þá átt heima úti í ölfusi. Minn-
umst vér nú orða síra Jóns Egilssonar, er hann
talar um afkomendur þeirra systra, Péturs-
dætra: „Jón Jónsson á Hrauni, hygg eg, að sé
af annarri systur kominn“, og væri þá nærri
að ætla, að hann hafi verið sonur Salvarar,
búið á Hrauni í ölfusi og Salvör dvalizt hjá
honum þar í elli sinni. Getur það vel staðizt
tímans vegna, að sonur Salvarar væri á lífi
um 1605, er síra Jón reit annál sinn.
I bréfinu er tekið fram, að Pétur Sveins-
son hafi átt jörðina Efri-Brú í 30 ár og enn
fremur, að Salvör, dóttir hans, hafi búið þar.
Þetta bendir eindregið til þess, að hún hafi
erft jörðina að nokkru og kannske eignazt hana
alla síðar. Þar sem Salvör hefir verið mjög