Saga - 1955, Blaðsíða 58
134
báðir hafa verið við nám í Norður-Frakklandi,
ef til vill í Bec. Sú menning, sem þeir flytja
heim, ætti að hafa verið latnesk-frönsk.
Þorlákur helgi var og við nám í París og í
Linkoln, en utanför hans stóð í sex ár alls upp
úr miðri 12. öld. Þau menningaráhrif, sem
hann verður fyrir og flytur heim, eru latnesk-
frönsk.
Páll Jónsson var og við nám í Englandi.
Hann hefur í fyrsta lagi farið til námsins þar
um 1175, því hann er sagður fæddur árið 1155,
en kvæntist nokkru áður en haldið var til Eng-
lands.105) Hann var kjörinn til biskups árið
1194, en andaðist árið 1211. Ekki verður með
sannindum sagt, hvar hann hefur dvalið við
nám sitt í Englandi, né verður vitað með vissu,
hverja hann hefur þar umgengizt. Sá, er ritar
sögu hans, er honum hliðhollur. En af frásögn-
inni af vígsluför Páls má ráða, að hann hefur
verið höfðinglegur í framkomu,ogviðurkenndur
var hann sem konungsfrændi.106) Sem sé, hann
var yfirstéttarmaður. Ef til vill mætti draga
þá ályktun, að hann úti í Englandi hafi einnig
umgengizt einhverja úr yfirstéttinni þar. En
þá er aðgætanda, að yfirstéttarmenningin í
Englandi var þá latnesk-frönsk. Normannar
fluttu með sér franska tungu og franska siðu.
Normannar urðu yfirstétt landsins, ekki ein-
göngu á hinu veraldlega sviði, heldur og á hinu
andlega, og franskan var talmál hennar og bók-
mál. Og franskan var og notuð sem bókmál af
þeim menntamönnum, sem voru af engil-
saxnesku bergi brotnir.107)
Páll Jónsson var við nám sitt, er fyrsti Eng-
landskonungurinn af ættinni Plantagenet var