Saga - 1955, Blaðsíða 22
98
sagt, að hún hafði verið gerð árið 984, „en hon
stóð, þá er Bótólfr byskup var at Hólum, svá at
ekki var at gert útan at torfum“.42) Bótólfur
var biskup á árabilinu 1238—46. Nú er það eigi
ljóst, hvort kirkjan í Ási hafi verið úr tré. Hafi
hún verið úr torfi að einhverju leyti, þá eru ein
260 ár góður vottur um prýðilega endingu. Ör-
uggt merki um trékirkju finnst t. d. í Sturlungu,
þar sem sagt er frá kirkjubruna í Laufási, er
Guðmundur Arason var 8 vetra eða um árið
1167.43) Svo var hún endurreist sem trékirkja,
hvort sem svo hafi verið áður eður ei, því í frá-
sögninni af drápi Hildibrands Þórðarsonar
Laufæsings um haustið 1198 í Laufási segir
svo: „Hildibrandr komst at kirkju ok gat fengit
stoðina, ok slitu þeir hann af stoðinni, ok síðan
vá Sölvi hann.“ 44) Stoðin er nefnd í frásögn-
inni til þess að benda á að Hildibrandur hefði
átt að geta notið kirkj ugriðanna, þar sem hann
nær taki á hluta hússins, þótt hann kæmist ekki
inn í kirkjuna. Við torfhús þarf engar stoðir,
heldur eingöngu tréhús. Af frásögn Sturlungu
af bardaganum að Breiðabólstað í Fljótshlíð
hinn 17. júní 1221 er og svo að sjá, að þar hafi
þá verið trékirkja.45) Það er auðséð af þessu
lauslega yfirliti, að menn hafa getað reist traust
og vönduð hús til forna. Æskilegt hefði samt
verið að rekja með fullum gögnum og sönnun-
um byggingasögu Laufáss- eða Breiðabólstaðar-
kirkju, en það virðist ekki hægt. Einkum hefði
það verið mikilsvert atriði í sambandi við dyra-
stafi þá tvo frá Laufási, sem enn eru til, varð-
veittir í Þjóðminjasafni. Þeir eru samt ekki
eldri en frá árinu 1258, því þá brennur Laufáss-
kirkja í annað sinn, samkvæmt heimildum.46)