Saga - 1955, Blaðsíða 100
176
um allar aðstæður, svo sem ísleifur Einars-
son etatsráð og Jón Guðmundsson sýslumaður.
Höfundur segir enn fremur, að Islendingar, sem
þá voru í Reykjavík, söfnuðust saman, þegar
Trampe greifi var fluttur fanginn á brott, til
þess að frelsa hann, en að greifinn hafi bannað
þetta, og var þeim rétt að hlýða honum, og loks,
að einn íbúanna hafi boðizt til að skjóta Jörg-
ensen, ef yfirvöldin vildu ábyrgjast honum, að
hann yrði ekki látinn sæta ákæru fyrir það.
Allt er þetta dagsatt og sýnir, að íslendingar
vildu ganga framar en með sönnu mátti kalla
hyggilegt. En þrátt fyrir það hljótum vér að
virða þetta kapp fyrir konung og föðurland,
og vér vitum ekki, hvort vér hefðum getað á
oss setið, ef vér hefðum verið þar staddir, enda
þótt vér nú, eftir rólega íhugun, getum ekki
talið það með öllu heppilegt, eins og á stóð,
að hafa ekki taumhald á sér. En þetta kapp
er ekki síður lofsvert, þó að það kæmi fyrir
ekki. Fyrirætlun ísleifs Einarssonar etatsráðs
strandaði á því, að hann var tekinn höndum,
áður en hann hafði fengið tóm til nauðsynlegs
viðbúnaðar. Ráðagerð Jóns Guðmundssonar
sýslumanns varð ekki framkvæmd af því, að
Jörgensen var tekinn höndum áður en fundum
þeirra bæri saman, og Trampe greifi var ekki
leystur úr haldi af því, að hann bannaði sjálf-
ur, og Jörgensen ekki skotinn af því, að yfir-
völdin gátu ekki ábyrgzt eftirköstin, þar sem
ekki varð vitað, hvað Englendingar ætluðust
fyrir um ísland.
Þetta eru þær staðreyndir, sem herra Schule-
sen hefur greint, en þar sem hann læzt vera
verjandi íslendinga, hefði hann átt að geta