Saga - 1955, Blaðsíða 81
157
sem mega teljast meði mikilvægustu lieimildar-
gögnum í sögu vorri. Loks var dr. Einar rit-
stjóri Blöndu V 289—VI (1935—1939) og Sögu
I—II 112 (1949—1954), og á hann ýmsar rit-
gerðir í þessum tímaritum.
Stjórnendur Sögufélags og ýmsir aðrir áliuga-
menn höfðu oft um það rætt, að nauðsyn bæri
til að gefa út sagnfræðilegt tímarit og raunar
væri ekki vansalaust, að vér íslendingar, sem
höfum lengi fengið orð fyrir áhuga á sögu,
ættum ekki neitt tímarit þess efnis. Þótti þá
bezt við eiga, að Sögufélag bætti þar úr skák,
og var ákveðið á stjórnarfundi þess 15. apríl
1950 að hefja útgáfu Sögu, tímarits Sögujélags,
sem fyrr var nefnt. En sumum þótti dr. Einar
heldur einráður um mótun þess, enda ritaði
hann fyrsta lieftið einn. Er þar ekki fylgt til
hlítar þeim kröfum, sem gera verður til heim-
ildarýni nú á tímum, og stóð Einar þó flest-
um framar í sumum greinum liennar, eins og
brátt verður drepið á. Dr. Einar lét af ritstjóm
Sögu, um leið og liann sagði af sér forseta-
störfum.
Helztu rit dr. Einars sögu- og réttarsögulegs
efnis eru þessi: RéttarstaSa tslands (1913), Rétt-
arsaga Alþingis (1937) með viðauka tímabilið
1930—1944 (1945), Ari fróSi (1942), Alþingi og
frelsisbaráttan 1845—1874 (1949), Árnesþing á
landnáms- og söguöld í Árnesinga sögu II (1950),