Saga - 1955, Blaðsíða 11
87
að Valþjófsstöðum í Núpasveit.5) En í jarða-
bók Árna Magnússonar er sagt, að þar að Val-
þjófsstöðum hafi til forna bænhús verið og
stóð enn, er jarðabókin var rituð, en „ekki hafa
hér tíðir verið veittar í manna minni“.G) Að
Valþjófsstöðum í Núpasveit hefði getað verið
bænhús eða fjórðungskirkja árið 1361, þótt
þess sé ekki getið. I Auðunarmáldaga 1318 er
sagt, að Presthólum fylgi hálfkirkja og bæn-
hús fimm. Hið sama kemur og fram í Péturs-
máldaga og Ólafsmáldaga.7) Þegar Jarðabók
Árna Magnússonar er könnuð, þá kemur í ljós,
að í hinum forna Presthólahreppi, sem svarar
til' prestakallsins, er bænhúss getið í sambandi
við Arnarstaði, Valþjófsstaði, Efri Hóla og Sig-
urðarstaði, en hálfkirkjur taldar vera að Grjót-
nesi og Ásmundarstöðum. I sóknarlýsingum
Bókmenntafélagsins um 1840 eru aðeins nefnd
bænhús í Presthólahreppi að Grjótnesi og Ás-
mundarstöðum.8) Að Ásmundarstöðum er þá
messað „Haust og Vor, þar er lika gróftur sækia
þángad einkum Austur sliettungar". — „Sömu-
leidis er Bænahús á Griótnesi uppbyggt af
Bónda, enn þar er enginw gröftur; hefur Bond-
inn þar Profastsleifi ad fá vidkomandi Prest
fyrir vissan Betaling ad þionusta (?) sig og
sitt folk, enn nú i seirni tid sæki þángad Vestur-
sliettungar haust og vor“. — Kirkjumálum
þeirra Sléttunga hafði þá allmjög hrakað frá
því, sem áður var. Árið 1853 eru Ásmundar-
staðir gerðir að hálfkirkju með konungsúr-
skurði.9) 1 þessu sambandi mætti til aukins
fróðleiks benda á orðin í Fóstbræðrasögu, 18.
kap.: „því at þeir nenntu eigi til kirkju at færa
líkin, því at í þenna tíma váru engar kirkjur í