Saga - 1955, Blaðsíða 114
190
júní). Hér með lét hann slá mína menn og
handdraga af þeim þeirra verjur og aðra þá
peninga, sem eg hugða mér til þingkostar. Svo
og lét hann grípa fyrir mér sex voðir vaðmáls
úr kirkjunni á Þingvelli í engri minni heim-
ild, hver vaðmál eg hefi enn ei fengið aftur".1)
Samkvæmt lögum skyldu allir þingheyjendur
komnir til alþingis kvöldið fyrir Péturs messu
og Páls. Jón biskup hefur verið kominn þangað
á réttum tíma, og hafa birgðamenn Daða orðið
þar fyrir honum. Hefur hann þá ekki getað
stillt sig um að láta ræna birgðamennina, er
Daði, húsbóndi þeirra, hafði gert sig svo ber-
an að fjandskap við hann í Skálholti. Daði hef-
ur ætlað til alþingis að afliðinni prestastefnu
og hefur lagt svo fyrir birgðamennina, að þeir
skyldu þá vera þangað komnir, en líklega hefur
okkert orðið af alþingisferð hans. Hinn 3. júlí
eru herra Marteinn og nokkrir stuðningsmenn
hans, þar á meðal Daði, staddir í Skálholti og
eru þá vottar að samningi milli bræðra herra
Gizurar heitins og ekkju hans.2) Líklega hefur
enginn þeirra riðið til alþingis þetta ár. Þeir
hafa ekki þótzt hafa styrk til þess eftir það,
sem á undan var gengið, og hefur Jón biskup
ráðið þar öllu. Hann var á þessu alþingi sam-
þykktur af almúganum að vera umsjónarmað-
ur (administrator) Skálholtsbiskupsdæmis,3)
og hafði honum þá orðið allmikið ágengt. En
sjálfsagt hefur honum þótt ljóður á, er hann
hafði ekki náð Skálholtsstól á sitt vald.
’) ísl. fbrs. XII, 492—493.
2) ísl. fbrs. XI, 650.
3) ísl. fbrs. XI, 728.