Saga - 1955, Blaðsíða 123
199
Kusu hinir kaþólsku Sigvarð ábóta, en hinir
Iútersku, sem hafa vafalaust verið í allmiklum
minni hluta, kusu síra Martein. Hefur Sig-
varður ábóti því verið löglega kosinn. Hvorir-
tveggja rituðu konungi bréf um kosningu sína
og báðu hann að staðfesta hana, svo að bisk-
upsefni þeirra gæti fengið vígslu. Stóðu 24
klerkar að hvoru bréfi, og er kjörbréf Sigvarð-
ar ábóta á lágþýzku, en hitt er glatað, eins
og áður er sagt. Jafnframt var Jón biskup
samþykktur á prestastefnunni af hinum ka-
þólsku klerkum að vera umsjónarmaður (ad-
ministrator) Skálholtsbiskupsdæmis, og síðan
hefur Sigvarður biskupsefni gert hann að um-
boðsmanni sínum á Skálholtsstóli.1)
Varla verður nú um það sagt, hvort hinir
kaþólsku klerkar hafa haldið prestastefnunni
áfram í dómkirkjunni, eftir að klerkar gengu
í tvo flokka, eða utan túns hjá Jóni biskupi.
Þó er hið síðara líklegra, og vafalaust hafa þeir
haft náið samband við hann.
Jón biskup hefur sjálfsagt boðizt til að gegna
biskuplegri þjónustu í Skálholti, þegar hann
kom,2) en því hafa menn hins nýja siðar hafn-
að. Hefur þá m. a. vakað fyrir honum að hreinsa
dómkirkjuna. En nú, er hann hafði verið sam-
þykktur umsjónarmaður biskupsdæmisins af
meiri hluta klerka og Sigvarður biskupsefni
hafði gert hann að umboðsmanni sínum á Skál-
holtsstóli, þóttist hann hafa fullan rétt til að
veita staðnum viðtöku. Hótaði hann þá banni
öllum þeim, er ekki vildu gefa upp staðinn.
!) ísl. fbrs. XI, 728.
2) Smbr. fsl. fbrs. XI, 782.