Saga - 1955, Blaðsíða 129
205
Pétur, vor son, hlýtur eftir vorn dag í sitt
arfskipti í móts við Sigurð, vorn son, sömu-
leiðis arfleiddan, sem var sonur Þórunnar heit-
innar Sigurðardóttur. Skulu greind hjón, Jón
og Ásdís, fóstur og framfæri veita til kostar,
klæða, þjónustu og annarra nauðsynlegra hluta
vorum oft gi'eindum syni, Pétri, þar til sem
hann er af ómaga aldri og hann má sjálfur
að lögum sitt umboð hafa“ (ísl. fbrs. V, 751
—52).
Þess skal þegar getið, að jörðin Neðri-Brú
hefir ekki verið lengi í eigu Péturs Sveins-
sonar, því að hún hefir vafalítið verið ein af
þeim þremur jörðum, sem Stefán biskup Jóns-
son lagði til Þingvallakirkju í staðinn fyrir
skóginn allan fyrir ofan Hrafnagjá, er hann
fékk staðarkotungunum, að sögn síra Jóns Eg-
ilssonar (Safn I, 50). Var Neðri-Brú lengi
síðan eign Þingvallakirkju. Hins vegar átti
Pétur jörðina Efri-Brú um 30 ára skeið að
sögn Salvarar, dóttur hans, í vitnisburði um
landamerki þeirrar jarðar frá 1564 (ísl. fbrs.
XIV, 269). Það væri því freistandi að ætla,
að rangt væri með bæjarnafnið farið í bréfinu,
en þar sem frumbréfið er enn til á skinni,
verður varla gert ráð fyrir því.
Af umboðsbréfi þeirra Jóns rauðkolls og
Ásdísar er það að ráða, að Pétur hafi dval-
izt með þeim í Skálholti, unz hann varð lög-
ráða og tók við fé sínu. Sveinn biskup, faðir
hans, andaðist 1476. Segir síra Jón Egilsson,
að þá hafi staðurinn verið „svo skemmdur að
húsum og staðarins peningur þverraður, að
hans erfingjar urðu skyldugir um þrjú hundr-
uð hundraða" (Safn I, 38—39). Pétur bisk-