Saga - 1955, Blaðsíða 127
Pétur Sveinsson
lögréttumaður í Öndverðanesi og niðjar hans.
Um aldamótin 1500 bjó í öndverðanesi í
Grímsnesi Pétur lögréttumaður Sveinsson, sem
kallaður var ríkismannafæla, nefndarbóndi og
auðugur vel. Hann var göfugrar ættar, sonur
Sveins biskups hins spaka Péturssonar, er
biskup var í Skálholti á árunum 1466 til 1476.
Sveinn biskup var vitur maður og talinn for-
spár, og segir síra Jón Egilsson í Hrepphól-
um sögur af því í Biskupaannálum sínum
(Safn I, 37—38). Ekki mun Sveinn biskup
hafa verið fésýslumaður að sama skapi eða
harðdrægur sem sumir eftirmenn hans, en þó
var hann fjáður vel. Að sögn síra Jóns Egiís-
sonar átti hann jarðirnar öndverðanes, Há-
holt í Hreppum, önundarholt í Flóa, Snox*ra-
staði í Laugardal og fleiri aðrar (Safn I, 39J.1)
Eigi var kirkjunnar mönnum í kaþólskum
sið leyft að kvongast, en hins vegar var látið
við gangast, að þeir tækju sér fylgikonur og
ættu börn með þeim. Sveinn biskup spaki var
fyrsti biskupinn í Skálholti frá því á 13. öld,
sem tók sér fylgikonur. Fyrst hafði hann sér
við hönd konu þá, er Þórunn Sigurðardóttir
l) Sé um Öndverðanes í Grímsnesi að ræða í ísl.
fornbrs. V, 779, verður að teljast vafasamt, að Sveinn
biskup hafi eignazt þá jörð.