Saga - 1955, Blaðsíða 35
111
þá ætti skýringin á töppunum að vera fengin.
Hurðin ætti þá að hafa leikið á hjarra, ás, sem
festur hefur verið við hurðina, en leikið í gróp-
um í syllunum. Hér fengist þá einnig önnur
skýring á orðatiltækinu: að reisa sér hurðarás
um öxl, því eigi mun það heiglum hent, er hurð-
arflekinn fylgir með. Þetta atriði ætti einnig
að benda til þess, að hurðin hafi verið flöt að
ofan um það leyti, því efsti tappinn, sem sér
fyrir, situr í bogaröðinni. Hjarrabúnaður virð-
ist vera orðinn mjög sjaldgæfur um þetta leyti.
Virðist hann fremur benda til eldri tíma. Breidd
hurðarinnar 99 sm, en ekki 99,5 sm, sem A.
Bæksted segir bls. 196, er furðu nærri hinni
fornu stiku, er Páll biskup Jónsson kom á, eins
og segir í 9. kap. sögu hans. Þó má enga álykt-
un draga af þessu, því hurðarbreiddin kann að
stafa af fjalabreiddinni einvörðungu.
Árið 1706 segir: „Hurð er stór og sterk fyrir
kirkjunni með gömlu verki og einum járnhring
innsettum með silfur og engri læsingu. önnur
hurð á járnum fyrir forkirkju með hespu og
lás.“ Hið sama kemur fram árin 1721 og 1734.
Það virðist þá vera öruggt, að innri hurðin
skorna hafi verið stærri en sú ytri. Og líkur
nokkrar benda til þess, að hún hafi einnig verið
óskert á meðan kirkjan hélzt sem trékirkja.
Er kirkjunni hafði verið breytt í torfkirkju
eftir árið 1734, verða ummælin um hurðina á
þessa leið:
Árið 1748 segir: „Hurð á járnum með skrá,
lykli og járnhring gamalsilfruðum."
Árið 1765 segir: „Fyrir dyrum er hurð á
járnum með skrá, lvkli og járnhring.“ Auk þess
eru taldir 2 glergluggar á þilinu.