Saga - 1955, Blaðsíða 131
207
einn dómsmanna um víg Páls Jónssonar á
Skarði (ísl. fbrs. VII, 360), árið 1500 var hann
1 dómi um arftökur eftir réttarbót Hákonar
konungs háleggs (Isl. fbrs. VII, 470), árið 1504
í tylftardómi um vitnisburð presta (Isl. fbrs.
VII, 703) og 1508 í dómi um fjárskipti milli
Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og systkina
hans (Isl. fbrs. VIII, 225). Sýslunarstörf hefir
Pétur og haft á hendi nokkur, t. d. er gefið
út af prófasti umboðsbréf árið 1498 til að af-
henda honum staðinn Hrepphóla (ísl. fbrs.
VII, 396).
Síra Jón Egilsson segir nokkuð frá Pétri
Sveinssyni, og ef marka má frásögn hans, sem
raunar er talsvert þjóðsagnakennd, hefir Pétur
átt það til að vera allófyrirleitinn og brögð-
óttur, ef því var að skipta. Hann var kallaður
ríkismannafæla, segir síra Jón, „og segja menn
það hafi gjört hans galdrar. Hann veitti hústrú
Halldóru, sem átti Múla, mikinn áverka í höf-
uðið, en skammyrti hústrú Hólmfríði, en þær
höfðu báðar svo búið. Síðan missti hann sína
rúnabók eitt sinn í Þjórsá, og frá því þótti
mönnum honum allt öfugt horfa“ (Safn. I,
38). Auðsætt er, að síra Jón eignar það göldr-
um Péturs, að hinar virðulegu hústrúr ná ekki
rétti sínum á honum og verða að þola af hon-
um áverka og brigzlyrði bótalaust. Það hefir
eftir þessu ekki verið furða, þótt ríkismenn
fældust hann eða hefðu beyg af honum. Ann-
ars var fágætt, að galdraorð færi af mönnum
á þessum tímum, en sagan bendir til þess, að
Pétur hafi verið hyggindamaður meiri en al-
mennt gerðist og jafnvel forvitri sem faðir
hans.